Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 496  —  456. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um sóknargjöld.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hvernig hefur framfylgd laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, verið háttað frá setningu laganna?
     2.      Hver hafa sóknargjöld verið frá setningu laganna til dagsins í dag, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hver hefðu sóknargjöld átt að vera ef þau hefðu verið reiknuð á grundvelli 2. gr. laganna frá gildistöku þeirra, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hyggst ráðherra endurskoða lög um sóknargjöld? Ef svo er, á hvaða forsendum mun slík endurskoðun fara fram?


Skriflegt svar óskast.