Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 537  —  282. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttir um aðgerðir vegna endómetríósu.


     1.      Hversu margar aðgerðir vegna endómetríósu hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum frá 1. desember 2022? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.

Ár – mánuður Fjöldi aðgerða
2022 15
Desember 15
2023 108
Janúar 16
Febrúar 14
Mars 20
Apríl 11
Maí 14
Júní 9
Júlí 9
Ágúst 3
September 12
Samtals 123

     2.      Hversu margar aðgerðir vegna endómetríósu hafa verið framkvæmdar hjá einkaaðilum hér á landi frá 1. desember 2022? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.

Ár – mánuður Fjöldi aðgerða
2022 14
Desember 14
2023 146
Janúar 25
Febrúar 22
Mars 22
Apríl 15
Maí 13
Júní 21
Júlí 2
Ágúst 20
September 6
Samtals 160

     3.      Hver var meðalkostnaður aðgerða vegna endómetríósu á Landspítalanum á fyrrgreindu tímabili?
    Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er meðalkostnaður aðgerðar án útlaga 1.448.754 kr. og gildir það fyrir stærstan hluta hópsins. Meðalkostnaður aðgerðar þegar allar aðgerðir voru teknar með reiknaðist vera 1.736.966 kr. með útlögum.
    Útlagar eru aðgerðir þar sem kostnaður verður óvænt hærri en áætlað var, oftast er það vegna þess að legan á sjúkrahúsinu er lengri en áætlað var. Einnig eru útlagar aðgerðir sem eru flóknari og framkvæmdar af nokkrum skurðlæknum úr ólíkum sérgreinum. Útlagar eru um 11% sjúklingahópsins. Legan lengist oftast vegna verkja eða sérhæfðrar meðferðar.

     4.      Hver var meðalkostnaður aðgerða vegna endómetríósu hjá einkaaðilum á fyrrgreindu tímabili?
    Meðalkostnaður aðgerða vegna endómetríósu hjá einkaaðilum er 887.500 kr.
    Kostnaður við aðgerðir vegna endómetríósu er mismunandi eftir umfangi aðgerðarinnar. Um 75% aðgerða eru af minna umfangi vegna afmarkaðra íferða en 25% aðgerða fela í sér umfangsmeiri inngrip og aukinn kostnað.