Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 716  —  568. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um eftirlit með velferð búfjár.

Frá Valgerði Árnadóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem sýnt var fram á að eftirliti Matvælastofnunar með velferð búfjár væri verulega ábótavant?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að auka sjálfstæði eftirlits með velferð dýra og efla eftirlitið, t.d. með því að stofna sjálfstætt dýravelferðarsvið sem sinni eftirliti og úrbótum í málaflokknum?


Skriflegt svar óskast.