Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 972  —  260. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni um íslenskukennslu fyrir útlendinga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu há hafa framlög ríkisins verið til íslenskukennslu fyrir útlendinga árlega frá árinu 2000 og hvert hefur framlagið verið sömu ár umreiknað á hvern erlendan ríkisborgara með búsetu á landinu?

Í meðfylgjandi töflu má sjá framlög félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis frá árinu 2005 til íslenskukennslu fyrir útlendinga utan formlega skólakerfisins en framhaldsfræðsla fellur undir málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, sbr. forsetaúrskurð nr. 6/2022, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. S amkvæmt upplýsingum frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneyti, liggja tölur ekki fyrir vegna áranna 2000 2004 en framhaldsfræðsla féll undir málefnasvið þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis á því tímabili . Í töflunni má jafnframt sjá fjölda innflytjenda hér á landi frá árinu 2005 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, miðað við 1. janúar ár hvert, sem og umreiknað fjárframlag hvers árs á hvern innflytjanda.

Ár Styrkir til íslenskukennslu til fræðsluaðila Fjöldi innflytjenda með búsetu í landinu 1. janúar Umreiknað á hvern innflytjanda
2005 15.000.000 13.033 1.151
2006 24.000.000 16.690 1.438
2007 164.000.000 22.110 7.417
2008 247.000.000 27.248 9.065
2009 110.000.000 28.648 3.840
2010 93.000.000 26.174 3.553
2011 107.000.000 25.967 4.121
2012 117.000.000 25.444 4.598
2013 115.000.000 25.928 4.435
2014 111.000.000 27.450 4.044
2015 116.000.000 29.198 3.973
2016 118.000.000 31.819 3.708
2017 137.236.400 36.005 3.812
2018 138.170.000 43.745 3.159
2019 143.000.000 50.279 2.844
2020 143.000.000 55.363 2.583
2021 276.649.375 57.126 4.843
2022 145.500.000 61.148 2.380
2023 232.650.000 71.424 3.257