Ferill 793. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1207  —  793. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ÁTVR og stefnu stjórnvalda í áfengismálum.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hver er fjöldi áfengisverslana ríkisins miðað við höfðatölu í samanburði við önnur lönd þar sem stjórnvöld fara með einokun á smásölu áfengis, til að mynda Svíþjóð og Noreg?
     2.      Hvernig samræmist fjölgun útsölustaða ÁTVR markmiðum stjórnvalda um að takmarka aðgengi að áfengi?
     3.      Hver er vegalengd á milli útsölustaða ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu og hvernig samræmist dreifing þeirra markmiðum stjórnvalda um að takmarka aðgengi að áfengi?
     4.      Hefur mismunandi afgreiðslutími útsölustaða ÁTVR áhrif á neyslu áfengis?
     5.      Hvernig er markmið stjórnvalda um að koma í veg fyrir að ungmenni byrji að nota áfengi tryggt í Fríhöfninni þar sem fólk getur keypt áfengi við sjálfsafgreiðslukassa?
     6.      Hvernig samræmist smökkunarborð Fríhafnarinnar með áfengi markmiðum stjórnvalda um að takmarka aðgengi að áfengi og vernda viðkvæma hópa fyrir skaðlegum áhrifum áfengisdrykkju?


Skriflegt svar óskast.