Ferill 871. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1305  —  871. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um húsnæðissjálfseignarstofnanir.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hversu margar húsnæðissjálfseignarstofnanir (óhagnaðardrifin leigufélög) eru á Íslandi, hvað heita þær og í hvaða sveitarfélögum hafa þær starfsemi?
     2.      Hversu margar íbúðir á hver húsnæðissjálfseignarstofnun og hversu margar íbúðir eru í byggingu á vegum húsnæðissjálfseignarstofnana?
     3.      Hvaða húsnæðissjálfseignarstofnanir birta ársreikninga sína opinberlega?
     4.      Hvar er hægt að nálgast samþykktir hverrar húsnæðissjálfseignarstofnunar?
     5.      Hversu hátt stofnframlag hefur ríkið veitt hverri húsnæðissjálfseignarstofnun?
     6.      Hver á eigið fé sem myndast vegna matsbreytinga fjárfestingareigna í húsnæðissjálfseignarstofnunum?
     7.      Hvernig þróaðist eigið fé húsnæðissjálfseignarstofnana árin 2018–2023?
     8.      Hvert er eigið fé þeirra húsnæðissjálfseignarstofnana sem hafa fengið stofnframlög frá ríkinu og hve stór hluti þess er vegna matsbreytinga fjárfestingareigna?


Skriflegt svar óskast.