Ferill 884. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1323  —  884. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um rafkerfi á Suðurnesjum.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver er staðan á spennubreytingum úr 3x230V í 3x400V til heimila, stofnana og fyrirtækja á Suðurnesjum? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og því í hversu mörgum húsum kerfinu hefur verið breytt og hversu mörg bíða breytinga.
     2.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um hvenær þessum breytingum verði lokið í öllum húsum á Suðurnesjum?
     3.      Hvaða áhrif hefur skyndileg aukin notkun raforku, t.d. vegna notkunar hitablásara, á heimili, stofnun eða fyrirtæki sem er tengt eldra spennukerfi, 3x230V?
     4.      Hversu margir notendur hafa 2x230V eða 3x230V tengt inn á heimili sitt eða stofnun í hverju sveitarfélagi á Suðurnesjum?


Skriflegt svar óskast.