Ferill 948. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1409  —  948. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um húsleit á lögmannsstofum.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra bregðast við ítrekuðum tilfellum þar sem lögregla hefur lagt hald á gögn lögmanna við húsleit á lögmannsstofum, sem óheimilt er að gera skv. 2. málsl. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008?
     2.      Hvaða úrræði tryggja að ekki sé rofinn trúnaður lögmanna gagnvart skjólstæðingum þeirra við húsleit og haldlagningu á gögnum í vörslu þeirra?
     3.      Telur ráðherra að réttarumgjörð lögmanna sé áfátt þegar þeir sæta þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu í tengslum við brot skjólstæðinga þeirra?
     4.      Hyggst ráðherra bregðast við þrábeiðni Lögmannafélags Íslands um að settar verði reglur um húsleit á lögmannsstofum?
     5.      Hvernig telur ráðherra að hægt sé að vernda þagnarskyldu lögmanna gagnvart skjólstæðingum þeirra, sem er ein af undirstöðum réttarríkisins, þegar þeir sæta þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu í tengslum við brot skjólstæðinga þeirra?
     6.      Telur ráðherra að rétt sé að breyta lögum þannig að réttur skjólstæðinga lögmanna, sem grundvallast á ákvæðum stjórnarskrárinnar, á þagnarskylduákvæði laga um lögmenn og á mannréttindasáttmála Evrópu, verði virtur í raun ef lögmenn sæta þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu í tengslum við brot skjólstæðinga þeirra?


Skriflegt svar óskast.