Ferill 996. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1459  —  996. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver hefur hlutdeild Íslands verið í rekstrarkostnaði Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO), hversu mikill hefur kostnaður við þátttöku fulltrúa Íslands í fundum ráðsins verið og hvaða annar kostnaður hefur fallið til vegna aðildar Íslands að ráðinu frá árinu 2002? Svarið óskast sundurliðað eftir ári á verðlagi yfirstandandi árs.
     2.      Hvaða verkefnum sinnir NAMMCO sem ekki mætti finna farveg í alþjóðasamstarfi með breiðari skírskotun, eins og innan Alþjóðahvalveiðiráðsins eða á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar?
     3.      Telur ráðherra koma til álita að draga Ísland úr NAMMCO eða að beita sér fyrir niðurlagningu ráðsins svo að beina megi fjármunum í farveg sem skili meiri árangri í þágu samvinnu um málefni sjávarspendýra?


Skriflegt svar óskast.