Ferill 1052. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1674  —  1052. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Friðriki Friðrikssyni um umsóknir um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar.


     1.      Hvernig hafa umsóknir um alþjóðlega vernd þróast eftir að breyting var gerð á útlendingalögum á 153. löggjafarþingi (382. mál) til 1. apríl 2024? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni.
    Í meðfylgjandi töflu er að finna upplýsingar um fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd eftir ríkisfangi og mánuðum frá því í mars 2023 til mars 2024.

Ríkisfang 3/23 4/23 5/23 6/23 7/23 8/23 9/23 10/23 11/23 12/23 1/24 2/24 3/24
AF – Afganistan 3 2 2 2 2 6 2 4 3 1 7 4 7
AL – Albanía 4 5 3 1 5
AU – Ástralía 1
BR – Brasilía 1
BY – Belarús 2 2 2 2
CL – Síle 1 1 1 1 2
CN – Kína 1 1 1
CO – Kólumbía 2 7 6 3 9 1 5 7 2 1 1 5
CR – Kosta Ríka 2
CU – Kúba 2 3 1
DE – Þýskaland 1
DZ – Alsír 1 1 1 2
EC – Ekvador 3 3
ET – Eþíópía 1 1
GE – Georgía 1 1 5 1 4 1 1 1
GH – Gana 1 1 1 1 1 1
GM – Gambía 1 1 1
GN – Gínea 1
GQ – Miðbaugs-Gínea 1
GR – Grikkland 1
GT – Gvatemala 1 1
HN – Hondúras 1 2 1 1 1
IL – Ísrael 1 1
IQ – Írak 1 2 6 5 1 5 11 4 4 1 3 1
IR – Íran 3 3 5 1 11 5 7 5 1 3
JO – Jórdanía 1 1 2
KG – Kirgistan 3
KR – Suður-Kórea 2
LB – Líbanon 1 1
LK – Srí Lanka 3
LT – Litáen 1
LY – Líbía 3 3 6 1 1
MA – Marokkó 1 6 2 1
MK – Norður-Makedónía 2
MN – Mongólía 2 2
MW – Malaví 1
MX – Mexíkó 2 1 3
NA – Namibía 2 2
NG – Nígería 12 3 15 10 6 8 13 11 18 9 7 7 6
NI – Níkaragva 1 3
PA – Panama 2
PE – Perú 1 3 1 4 1 1
PK – Pakistan 2 1 7 1
PL – Pólland 1
PS – Palestína 17 9 20 25 24 16 24 20 13 10 14 8 9
RU – Rússland 1 1 2 1 2 1 1
SA – Sádi-Arabía 1
SE – Svíþjóð 1
SN – Senegal 1
SO – Sómalía 6 3 8 5 14 13 4 2 2 1 3 1
SV – El Salvador 3 2 1 3
SY – Sýrland 8 11 8 3 4 7 5 3 1 3
TM – Túrkmenistan 1 1 1
TN – Túnis 1 1 2 1 1
TR – Tyrkland 1 2 4 1 8 3 9 3 1
UA – Úkraína 173 121 129 95 132 105 138 140 144 114 96 158 117
UG – Úganda 2 1 1
US – Bandaríkin 1
UZ – Úsbekistan 1 1
VE – Venesúela 233 181 194 139 62 24 76 106 88 72 32 32 21
XK – Kósovó 2 11
YE – Jemen 2 1 1 1 1
Samtals 482 366 405 310 271 200 320 328 311 242 165 243 179

     2.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og atvinnugreinaflokkun.
    Í meðfylgjandi töflu er að finna upplýsingar um fjölda útgefinna dvalarleyfa á grundvelli sérfræðiþekkingar á árunum 2021 til 2023 eftir ríkisfangi. Aðeins er um að ræða útgáfu fyrstu dvalarleyfa en ekki endurnýjanir. Útlendingastofnun skráir ekki upplýsingar um atvinnugrein viðkomandi dvalarleyfishafa. Þeim hluta fyrirspurnarinnar þarf að beina til Vinnumálastofnunar sem gefur út atvinnuleyfi á grundvelli laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, en Vinnumálastofnun heyrir undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.

Ríkisfang 2021 2022 2023 Samtals
AF – Afganistan 1 1
AL – Albanía 2 5 16 23
AR – Argentína 2 2
AU – Ástralía 4 5 9 18
BA – Bosnía og Hersegóvína 1 1
BD – Bangladess 2 2
BR – Brasilía 3 4 1 8
BY – Hvíta-Rússland 2 1 3
CA – Kanada 7 7 8 22
CL – Síle 1 1 1 3
CN – Kína 12 12 17 41
CO – Kólumbía 6 4 10
CU – Kúba 2 2
EG – Egyptaland 1 1 1 3
GB – Bretland 18 17 16 51
GE – Georgía 3 4 4 11
GH – Gana 1 2 3
GT – Gvatemala 1 1
IL – Ísrael 1 1 2
IN – Indland 57 61 54 172
IR – Íran 8 6 7 21
JP – Japan 1 1 4 6
KE – Kenía 1 1
KG – Kirgistan 1 1
KR – Suður-Kórea 1 1
KZ – Kasakstan 1 1 2
LB – Líbanon 1 1
LK – Srí Lanka 2 2
MA – Marokkó 1 1 2
ME – Svartfjallaland 1 1
MK – Makedónía 1 1 2
MK – Norður-Makedónía 2 2
MU – Máritíus 1 1 2
MX – Mexíkó 6 3 4 13
MY – Malasía 2 3 4 9
NG – Nígería 2 2
NZ – Nýja-Sjáland 1 1
PE – Perú 1 1
PH – Filippseyjar 3 8 5 16
PK – Pakistan 5 2 5 12
PS – Palestína 1 1
QR – Kósovó 1 1
RS – Serbía 1 2 9 12
RU – Rússland 4 8 6 18
SG – Singapúr 1 1 2
SL – Síerra Leóne 1 1
SY – Sýrland 2 2
TJ – Tadsíkistan 1 1
TR – Tyrkland 3 5 1 9
UA – Úkraína 7 7 4 18
UG – Úganda 1 1
US – Bandaríkin 24 29 39 92
UY – Úrúgvæ 1 1
VE – Venesúela 1 1
VN – Víetnam 24 51 115 190
XK – Kósovó 1 1
YE – Jemen 1 1
ZA – Suður-Afríka 1 4 3 8
Samtals 211 268 358 837

     3.      Hvernig er áætlað að þróun verði til loka árs 2024 hvað varðar fjölda þeirra sem hljóta alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar?
    Útlendingastofnun hefur ekki gert áætlun um fjölda þeirra sem munu hljóta alþjóðlega vernd eða fá dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar á árinu. Stofnunin hefur aðeins gert áætlun um fjölda umsókna um alþjóðlega vernd. Verði mánaðarlegur fjöldi umsókna um vernd að jafnaði sá sami út árið eins og hann var á fyrsta ársfjórðungi má áætla að heildarfjöldi umsókna verði milli 2.300 og 2.400. Sú þróun yrði næst þeirri sviðsmynd í áætlun Útlendingastofnunar sem gerði ráð fyrir fæstum umsóknum eða um 2.600. Aðrar sviðsmyndir gera ráð fyrir að fjöldi umsókna gæti orðið 3.400 eða 4.200.