Ferill 1117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1706  —  1117. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um sveigjanleikaákvæði og losunarheimildir.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver voru rök íslenskra stjórnvalda fyrir því að sækjast eftir því að geta nýtt að fullu þau 4% samfélagslosunar sem geta fallið undir svokölluð sveigjanleikaákvæði, sem heimila ríkjum að flytja tiltekinn fjölda uppboðsheimilda sinna úr ETS-kerfinu yfir í kerfi um skiptingu ábyrgðar (ESR)?
     2.      Stendur til að endurskoða ákvörðun um að nýta sveigjanleikaákvæðin fyrir árslok 2024?
     3.      Hvert er umfang þeirra heimilda sem Íslandi er heimilt að ráðstafa samkvæmt ETS-sveigjanleikanum og hversu miklum tekjum væru stjórnvöld að afsala sér með því að halda þeim af uppboðsmarkaði? Hversu stóran hluta sveigjanleikans er áformað að nota til að standa skil á ESR-skuldbindingum gagnvart Evrópusambandinu?
     4.      Hvert er umfang og verðmæti þeirra losunarheimilda sem áætlað er að ráðstafa til að viðhalda endurgjaldslausri úthlutun til flugrekenda? Sér ráðherra fyrir sér að sóst verði eftir áframhaldandi heimild til slíkrar niðurgreiðslu á rekstri flugrekenda eftir árið 2026?


Skriflegt svar óskast.