Ferill 966. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1715  —  966. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum.


     1.      Hvert er ferlið í ráðuneytinu þegar fyrirspurn skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars? Hvernig er það skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins?
    Þegar tilkynning berst frá Alþingi um fyrirspurn frá alþingismanni er hún skráð í skjalastjórnunarkerfi ráðuneytisins af starfsmanni skjalasafns. Fyrirspurnin fær málsnúmer og er heiti málsins byggð á tegund fyrirspurnarinnar, málsnúmer hennar hjá Alþingi og heiti. Jafnframt eru tímamörk málsins, sbr. 6. mgr. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, færð inn í skjalastjórnunarkerfið.
    Í mennta- og barnamálaráðuneyti er verkferlinu þannig háttað að ákveðnum starfsmanni er falin umsjón og yfirsýn yfir fyrirspurnir til ráðherra frá alþingismönnum. Eftir skráningu greinir þessi starfsmaður fyrirspurnina út frá málefnasviði og útdeilir henni á viðkomandi málefnateymi ráðuneytisins eða skrifstofu. Sérfræðingur ráðuneytisins sem fær fyrirspurnina til vinnslu greinir efni hennar og aflar eftir atvikum upplýsinga frá undirstofnunum og öðrum stjórnvöldum. Þegar drög að svari liggja fyrir sendir viðkomandi sérfræðingur svarið í rýni til teymisstjóra, skrifstofustjóra og/eða starfsmannsins sem hefur yfirsýn yfir fyrirspurnirnar. Að því loknu fara lokadrög svars til yfirlestrar aðstoðarmanna ráðherra og ráðherra. Þegar kemur að vinnslu, rýni og yfirferð er hvert skref endurtekið eftir því sem þurfa þykir. Þegar samþykki ráðherra liggur fyrir sér starfsmaðurinn, sem hefur umsjón með fyrirspurnum, um lokafrágang svarsins. Ritari sendir síðan svarið til Alþingis og lokar málinu í skjalastjórnunarkerfi ráðuneytisins.
    Ef fyrir liggur að ekki takist að svara fyrirspurninni innan frests skv. 6. mgr. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis sendir ritari tilkynningu þar um samkvæmt beiðni þess sem ber ábyrgð á vinnslu svarsins hverju sinni.
    Rétt er að geta þess að á yfirstandandi löggjafarþingi hefur ráðuneytið unnið skrifleg svör við fyrirspurnum í samræmi við framangreindan verkferil. Verkferillinn er í stöðugri þróun og hefur tekið breytingum á þeim tíma sem fyrirspurn þessi nær til.

     2.      Hversu langur tími leið að jafnaði undanfarin þrjú ár frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til ráðuneytið sendi forseta Alþingis skriflegt svar? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Í fylgiskjali eru upplýsingar um hversu langur tími leið að jafnaði frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til ráðuneytið sendi forseta Alþingis skriflegt svar. Rétt er að taka fram að upplýsingar sem um ræðir miðast við þær breytingar sem gerðar voru á ráðuneytinu árið 2022. Í ljósi þess eru upplýsingar takmarkaðar við yfirstandandi löggjafarþing (154. lgþ.), 153. og 152. löggjafarþing.
    Á yfirstandandi löggjafarþingi hafa liðið að jafnaði 25,6 virkir dagar vegna þeirra fyrirspurna þar sem svar liggur fyrir, á 153. löggjafarþingi liðu að jafnaði 52,6 virkir dagar og á 152. löggjafarþingi liðu 45,2 virkir dagar. Miðað er við virka daga, sbr. 6. mgr. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis. Í fylgiskjali eru birtar sundurliðaðar upplýsingar um svör við fyrirspurnum eftir fyrirspyrjendum.
    Ýmsir þættir geta haft áhrif á tímalengd við vinnslu og frágang skriflegra svara, svo sem eðli og umfang fyrirspurnar, hvort afla þurfi upplýsinga og gagna frá stofnunum eða öðrum stjórnvöldum og úrvinnsla þeirra, og orlof, frídagar og verkefnastaða starfsmanna. Þá var í einhverjum tilvikum munnlegum fyrirspurnum breytt í skriflegar fyrirspurnir eins og nánar er lýst í fylgiskjali. Í ljósi orðalags fyrirspurnarinnar var ákveðið að í þeim tilvikum að miða tímalengd við útbýtingardag munnlegrar fyrirspurnarinnar en ekki við þann dag sem fyrirspurn var prentuð upp og breytt í skriflega.

     3.      Hvaða aðilar í ráðuneytinu sjá um vinnslu skriflegra svara, frágang þeirra, yfirlestur og sendingu til forseta Alþingis? Hversu langan tíma tók hvert þessara skrefa að jafnaði undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Í 1. tölul. fyrirspurnarinnar er rakið hverjir koma alla jafna að vinnslu skriflegra svara, frágangi þeirra, yfirlestri og sendingu til forseta Alþingis. Að öðru leyti liggja ekki fyrir samræmdar skráningarupplýsingar um hversu langan tíma hvert skref í ferlinu tók en í því sambandi má benda á að verkferill ráðuneytisins við vinnslu skriflegra fyrirspurna hefur tekið breytingum frá árinu 2022. Þá geta ýmsir þættir haft áhrif á tímalengd við vinnslu og frágang skriflegra svara líkt og rakið er við 2. tölul. fyrirspurnarinnar. Ef ráðuneytið á gróflega að áætla tímalengd þessara skrefa tekur skemmstan tíma annars vegar að útdeila fyrirspurn til sérfræðings ráðuneytis og hins vegar að senda svarið til forseta Alþingis eftir að samþykki ráðherra liggur fyrir, þ.e. verkefnið er afgreitt samdægurs eða á allt að tveimur virkum dögum. Að jafnaði tekur lengstan tíma að vinna svör við fyrirspurn ef vinnslan krefst þess að upplýsingabeiðnir séu sendar til undirstofnana og annarra stjórnvalda.


Fylgiskjal.


154. lögþ.
Málsnr. Fyrirsp. Heiti Fjöldi virkra daga
812 AIJ Gjaldfrjálsar tíðavörur 20
966 ArnG Skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum 22
951 ArnG Vistun fylgdarlausra barna á flótta sem eru ekki í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda Í vinnslu
756 ÁBG Námsgögn Í vinnslu
752 BGuðm Kostnaður við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur 38
803 BGuðm Styrkir til félagasamtaka Í vinnslu
857 BGuðm Nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnaður vegna þeirra Í vinnslu
246 BirgÞ Fræðsla félags- og hagsmunasamtaka í leik- og grunnskólum 17
387 BirgÞ Kennsluefni í kynfræðslu í grunnskólum 20
273 BLG Ferðakostnaður 24
442 BLG Alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð 15
700 BLG Birting myndefnis af börnum á net- og samfélagsmiðlum 4
338 BHar Mönnunarvandi í leikskólum 19
573 BHar Farsímanotkun barna á grunnskólaaldri 44
824 BDG Fræðsla um hatursorðræðu og kynþáttahatur 25
447 EDS Aðkoma ungs fólks að ákvarðanatöku 64
230 ESH Úrræði fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda eða geðvanda 27
553 ESH Dreifing nektarmynda af ólögráða einstaklingum 38
837 Skólanámskrár, skólastarf og lestrarkennsla Í vinnslu
192 GRÓ Brottfall úr framhaldsskólum 14
670 GRÓ Íþróttalög 13
328 IIS Menntaskólaáfangar fyrir grunnskólabörn 14
1062 IIS Ávinningur sjálfvirknivæðingar og gervigreindar Í vinnslu
663 JSIJ Stytting náms í framhaldsskólum og fjárframlög 47
785 KSJS Vistun barna í lokuðu búsetuúrræði Í vinnslu
869 NTF Kostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd Í vinnslu
778 TBE Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna framkvæmda við framhaldsskóla 21
Meðaltal 154. lögþ. 25,6

153. lögþ.
Málsnr. Fyrirsp. Heiti Fjöldi virkra daga
294 AIJ Gjaldfrjálsar tíðarvörur 39
753 ÁsF Ráðning starfsfólks með skerta starfsorku 66
184 BGuðm Kennsla í fjármálalæsi 14
286 BGuðm Kostnaður sveitarfélaga við hvert barn á leikskóla 33
195 BGuðm Kostnaður vegna útgáfu námsgagna 45
201 BGuðm Þróunarsjóður námsgagna 45
1200 BergÓ Styrkir og samstarfssamningar 63
402 BjG Jafnréttis- og kynfræðsla 33
447 BLG Áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum 35
236 BLG Ferðakostnaður og dagpeningur ráðherra 42
995 BLG Íþróttastarfsemi 32
1093 BHar Endurmat útgjalda 73
349 BHar Kennsla um kynheilbrigði og virkar ofbeldisforvarnir 47
1012 BHar Ráð, nefndir, stjórnir, starfshópar og stýrihópar 29
481 DA Samvinna barnaverndar og sýslumanna í umgengnismálum 31
1054 DME Samstarf eða sameining framhaldsskóla* 84
565 DME Skipulag og stofnanir ráðuneytisins 77
193 DME Staða fyrsta skólastigs skólakerfisins 13
769 DME Veikindafjarvistir barna* 113
377 ELA Aðgerðir í þágu barna 34
376 ELA Framkvæmd laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna 48
960 ESH Börn í afreksíþróttum 42
501 ESH Einstaklingar með tengslaröskun 23
216 ESH Fósturbörn 56
504 ESH Fylgdarlaus börn 37
598 ESH Innritun í verk- og iðnnám 47
961 ESH Meiðsli og eftirlit með íþróttastarfi barna 42
463 EÁs Skólavist barna á flótta 45
916 Byrjendalæsi og leshraðamælingar 44
666 Samningar um skólaþjónustu 148
229 GRÓ Kennsla um kynheilbrigði og virkar ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum 65
248 GRÓ ME-sjúkdómurinn hjá börnum 47
585 HHH Fylgdarlaus börn 24
825 HHH Þjónusta sveitarfélaga í skólum fyrir einhverf börn og önnur fötluð börn 58
220 HKF Stefna um afreksfólk í íþróttum 42
520 HVH Fjölgun starfsfólks og embættismanna 130
817 HVH Málefnasvið ráðherra 16
613 HVH Viðbrögð við vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra og sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn ráðuneyta 27
935 HildS Sjóðir á vegum ráðuneytisins og stofnana þess 44
644 IIS Kynsegin fólk í íþróttum 84
649 IIS Markmið hæfniviðmiða í skólaíþróttum 81
1084 IIS Netöryggi 15
355 IBMB Táknmál í grunnskólum 33
744 IAS Verkefnið Kveikjum neistann 70
190 JPJ Skipun ráðuneytisstjóra án auglýsingar 13
1162 LRS Alþjóðlegir skóla og fjöldi barna í þeim 10
702 LRS Ungmennaráð 26
600 OH Andleg líðan barna* 133
680 OH Sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda o.fl. 39
781 ÓBK Niðurstaða PISA-kannana 67
348 SÞÁ Breytingar á aðsókn fólks yfir 25 ára aldri í framhaldsskólanám 40
302 SÞÁ Eftirlit með fjármálum einkarekinna leikskóla* 222
891 VE Staða grunnnáms í listdansi og rekstrarumhverfi listdansskóla 47
1101 VilÁ Framhaldsskólar 14
1060 VilÁ Staða barna þegar foreldri fellur frá 20
205 ÞorbG Börn í fóstri 58
684 ÞSv Fátækt barna* 96
Meðaltal 52,6

*Fyrirspurn breytt úr munnlegri í skriflega.

152. lögþ.
Málsnr. Fyrirsp. Heiti Fjöldi virkra daga
383 AIJ Aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess 77
268 ÁLÞ Aðlögun barna að skólastarfi 82
346 ÁLÞ Samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra 35
326 BGuðm Aukinn fjöldi tilkynntra brota gegn börnum á tímum COVID-19 18
695 ESH Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna 16
324 GHaf Laun og styrkir til afreksíþróttafólks 30
688 HSK Kostnaður og framlög vegna dreifináms 78
454 HVH Viðurkenning á heilbrigðismenntun sem aflað hefur verið í öðru landi 18
604 HJG Námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla 35
553 HJG Skipan í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h. 38
558 HJG Styrking leikskólastigsins 29
541 HJG Vetraríþróttamiðstöð Íslands 49
757 JPJ Aðfarargerðir 58
750 SDG Lestur grunnskólabarna 59
496 ÞorbG Dómsmál íslenska ríkisins á hendur umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra 56
Meðaltal 42,5