Ferill 1122. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1727  —  1122. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um skipulagsfulltrúa.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu mörg sveitarfélög útvista verkefnum skipulagsfulltrúa til einstaklinga sem ekki eru starfsmenn sveitarfélagsins?
     2.      Hversu oft hefur ráðherra veitt tímabundna undanþágu frá kröfum um menntun og reynslu skv. 7. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010? Svar óskast sundurliðað eftir árum frá gildistöku laganna.
     3.      Hvaða hæfisskilyrði þurfa skipulagsfulltrúar sveitarfélaga annars staðar á Norðurlöndum að uppfylla?
     4.      Telur ráðherra koma til álita að víkka út þau hæfisskilyrði sem tilgreind eru í 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga þannig að einstaklingar með fjölbreyttari menntun og reynslu geti sinnt störfum skipulagsfulltrúa?


Skriflegt svar óskast.