Ferill 987. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1741  —  987. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um húsnæðisstuðning.


     1.      Hversu margir einstaklingar eftirfarandi flokka fá húsnæðisstuðning og hve háa fjárhæð fær hver flokkur samtals á ári samkvæmt lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016? Svar óskast sundurliðað eftir eftirfarandi flokkun:
                  a.      Á hverju fimm ára aldursbili frá 18 ára aldri.
                  b.      Vegna náms skv. a-lið 10. gr. laganna.
                  c.      Skv. a-, b- og c-lið 11. gr. laganna.

    Eftirfarandi svör ná til allra heimila sem fengu húsnæðisbætur árið 2023.
    a. Í töflu 1 má sjá heildarfjárhæðir greiddra húsnæðisbóta eftir aldursbili árið 2023 í milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá HMS.

Tafla 1. Heildarfjárhæðir húsnæðisbóta eftir aldursbili árið 2023 (millj. kr.).

Aldursbil Fjöldi kennitalna Heildarfjárhæð
18–22 2.180 567
23–27 3.218 1.036
28–32 3.177 1.223
33–37 2.697 1.164
38–42 2.301 1.054
43–47 1.810 824
48–52 1.411 597
53–57 1.037 417
58–62 1.093 438
63–67 923 359
68–72 712 273
73–77 522 202
78–82 381 144
83–87 228 86
88–92 150 57
93–97 49 17
98– 0 0

    b. Upplýsingar liggja ekki fyrir um þennan lið því HMS safnar ekki gögnum þar sem námsmenn eru aðgreindir sérstaklega nema í þeim tilfellum þegar um er að ræða umsóknir sem byggjast á undanþágu skv. c-lið 11. gr. laganna.

    c.

Tafla 2. Undanþágur á grundvelli a-, b- og c-liðar 11. gr. laganna (millj. kr.).

Fjöldi umsókna Heildargreiðslur
Heimavist eða námsgarður 2.271 942
Áfangaheimili 262 107
Sambýli fatlaðs fólks 140 66

     2.      Hvernig hafa grunnfjárhæðir skv. 16. gr. laganna hækkað frá gildistöku þeirra í samanburði við þróun launa, verðlags og efnahagsmála?
    Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, tóku gildi 1. janúar 2017. Í töflu 3 má sjá þróunina frá þeim tíma og fram að síðustu breytingu á reglugerð um húsnæðisbætur nr. 1200/2016 sem tók gildi 1. janúar 2024.

Tafla 3. Breyting á grunnfjárhæðum húsnæðisbóta 2017–2024.

Tímabil Breyting
Grunnfjárhæðir jan. 2017 til jan. 2024 31,10%
Vísitala neysluverðs jan. 2017 til jan. 2024 39,10%
Landsframleiðsla á mann jan. 2017 til júlí 2023 39,90%
Launavísitala jan. 2017 til des. 2023 63,10%

     3.      Hvernig skiptist breyting grunnfjárhæða í lið 2 milli launavísitölu, vísitölu neysluverðs og þróunar efnahagsmála? Hvert er vægi hverrar breytu í útreikningunum, hefur vægi hennar alltaf verið það sama og hvað ræður mismun á vægi launavísitölu, vísitölu neysluverðs og efnahagsþróunar í uppfærslu grunnfjárhæða? Hvernig hafa undirvísitölur húsnæðismála þróast á sama tíma?
    Í 5. mgr. 16. gr. laga um húsnæðisbætur segir að grunnfjárhæðir húsnæðisbóta skuli koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Samkvæmt því er það metið við gerð fjárlaga ár hvert hvort framangreindar vísitölur leiði til hækkunar grunnfjárhæða en þær hækka einungis ef heimild fæst á fjárlögum ár hvert. Ekki liggja fyrir upplýsingar um vægi einstaka breytna í útreikningi á fjárheimildum hvers árs. Í töflu 4 sést þróun grunnfjárhæða í samanburði við undirvísitölu greiddrar húsaleigu í vísitölu neysluverðs frá janúar 2017 til janúar 2024.

Tafla 4. Grunnfjárhæðir í samanburði við undirvísitölu greiddrar húsaleigu.

Tímabil Breyting
Grunnfjárhæðir jan. 2017 til jan. 2024 31,10%
Undirvísitala greiddrar húsaleigu jan. 2017 til jan. 2024 41,90%

     4.      Hvernig hafa frítekjumörk skv. 17. gr. laganna hækkað frá gildistöku laganna í samanburði við þróun launa, verðlags og efnahagsmála?

Tafla 5. Frítekjumörk í samanburði við þróun vísitalna.

Tímabil Breyting
Frítekjumörk jan. 2017 til jan. 2024 59,80%
Vísitala neysluverðs jan. 2017 til jan. 2024 39,10%
Landsframleiðsla á mann jan. 2017 til júlí 2023 39,90%
Launavísitala jan. 2017 til des. 2023 63,10%

     5.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið greiðslu húsnæðisbóta í hverri tekjutíund og hver er heildarfjárhæð þeirra eftir hverri tekjutíund?
    Í eftirfarandi töflu má sjá heildarfjölda einstaklingsheimila, þ.e. heimila sem telja einn heimilismann, sem fengu húsnæðisbætur eftir tekjutíundum á árinu 2023.

Tafla 6. Heildarfjárhæð húsnæðisbóta á árinu 2023 eftir tekjutíund (millj. kr.).

Tekjutíund Fjöldi einstaklinga Heildarfjárhæð
1 1.265 333
2 1.672 566
3 2.950 1.161
4 2.330 840
5 1.467 514
6 1.158 346
7 933 228
8 741 132
9 361 38
10 10 2

     6.      Hvaða ályktanir dregur ráðherra af þróun húsnæðisstuðnings á undanförnum árum miðað við svör við framangreindum spurningum?
    Miðað við framangreint hafa húsnæðisbætur haldið nokkuð vel í við þróun efnahagsmála. Þó má sjá að grunnfjárhæðir hafa hækkað minna en vísitala greiddrar leigu en til stendur að hækka grunnfjárhæðir um 25% hinn 1. júní nk. sem hluta af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til þess að styðja við kjarasamninga. Það er aðgerð sem færir tekjulægri heimilum á leigumarkaði níu milljarða kr. á gildistíma kjarasamninga.