Ferill 959. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1745  —  959. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum.


     1.      Hvert er ferlið í ráðuneytinu þegar fyrirspurn skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars? Hvernig er það skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins?
    Skrifstofa Alþingis sendir fyrirspurnir frá alþingismönnum á aðalnetfang forsætisráðuneytisins og eru þær í kjölfarið vistaðar í málaskrá ráðuneytisins. Tilkynning um fyrirspurn er svo send á þann starfsmann í ráðuneytinu sem heldur utan um vinnslu svara við fyrirspurnum og samskipti við Alþingi. Sá starfsmaður skráir fyrirspurn á skrifstofustjóra hlutaðeigandi fagskrifstofu sem sér um að vinna drög að svari fyrir ráðherra.

     2.      Hversu langur tími leið að jafnaði undanfarin þrjú ár frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til ráðuneytið sendi forseta Alþingis skriflegt svar? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Eftirfarandi tafla sýnir yfirlit yfir fjölda skriflegra fyrirspurna á síðastliðnum þremur löggjafarþingum og meðalsvartíma. Miðað er við fjölda virkra daga frá því að ráðuneytinu barst fyrirspurn og þar til svar er sent til Alþingis.

Löggjafarþing nr. Fjöldi fyrirspurna Meðal svartími (dagar)
153 26 21
152 19 22
151 16 20

    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda fyrirspurna og meðalsvartíma á síðastliðnum þremur löggjafarþingum, sundurliðað eftir fyrirspyrjendum. Miðað er við fjölda virkra daga frá því að ráðuneytinu barst fyrirspurn og þar til svar er sent til Alþingis. Frekari sundurliðun á svörum við einstaka fyrirspurnum er að finna í fylgiskjali.

Fyrirspyrjandi Fjöldi fyrirspurna Meðalsvartími (dagar)
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir 1 14
Andrés Ingi Jónsson 10 14
Anna Kolbrún Árnadóttir 1 13
Arndís Anna Kristínar Gunnarsdóttir 1 14
Ásmundur Friðriksson 1 24
Ásthildur Lóa Þórsdóttir 6 23
Bergþór Ólason 3 32
Björn Leví Gunnarsson 6 27
Bryndís Haraldsdóttir 2 17
Diljá Mist Einarsdóttir 2 19
Eyjólfur Ármannsson 1 8
Gísli Rafn Ólafsson 1 15
Gunnar Bragi Sveinsson 1 35
Halldór Auðar Svansson 1 10
Helga Vala Helgadóttir 3 26
Hilda Jana Gísladóttir 2 15
Hildur Sverrisdóttir 1 13
Högni Elfar Gylfason 1 12
Indriði Ingi Stefánsson 1 15
Jóhann Friðrik Friðriksson 1 16
Jóhann Páll Pálsson 2 13
Jón Þór Ólafsson 1 19
Lilja Rafney Magnúsdóttir 1 22
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 5 34
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir 3 19
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1 30
Þorsteinn Sæmundsson 2 23

     3.      Hvaða aðilar í ráðuneytinu sjá um vinnslu skriflegra svara, frágang þeirra, yfirlestur og sendingu til forseta Alþingis? Hversu langan tíma tók hvert þessara skrefa að jafnaði undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Eins og fram kemur í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar heldur tiltekinn starfsmaður í ráðuneytinu utan um vinnslu skriflegra svara. Nú er það upplýsingafulltrúi ráðuneytisins en áður var þetta utanumhald, sem felur m.a. í sér frágang, yfirlestur og sendingu til forseta Alþingis, í höndum lögfræðings á skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu. Það fer eftir efni fyrirspurnar hverju sinni hvaða sérfræðingar innan ráðuneytisins koma að vinnslu svara. Þá þarf oft að leita upplýsinga frá stofnunum ráðuneytisins varðandi tiltekna þætti fyrirspurna. Ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri á hlutaðeigandi skrifstofu lesa yfir lokadrög að svari áður en þau eru lögð fyrir ráðherra til samþykktar.
    Ekki er haldið sérstaklega utan um þann tíma sem fer í vinnslu svara við fyrirspurnum en sá tími getur verið afar misjafn, allt eftir umfangi fyrirspurnar. Þá er í sumum tilfellum spurt um upplýsingar frá stofnunum ráðuneytisins og er hluti svara í þeim tilfellum unninn hjá viðkomandi stofnun.


Fylgiskjal.


Yfirlit yfir skriflegar fyrirspurnir til forsætisráðherra á síðastliðnum þremur löggjafarþingum.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Fyrirspyrjandi Efni fyrirspurnar Dags. til ráðuneytis Dags. svars Fjöldi daga Meðaltal
Andrés Ingi Jónsson Uppbygging stórskipahafnar í Finnafirði 8. júní 2023 3. júlí 2023 17 15
Kínversk rannsóknamiðstöð 11. apríl 2023 28. apríl 2023 12
Anna Kolbrún Árnadóttir Jólagjafir opinberra starfsmanna 14. mars 2023 31. mars 2023 13 13
Ásmundur Friðriksson Ráðning starfsfólks með skerta starfsorku* 22. feb. 2023 28. mars 2023 24 24
Ásthildur Lóa Þórsdóttir Viðskiptareikningar við Seðlabanka Íslands 24. maí 2023 12. júní 2023 12 16
Verðbólga og peningamagn í umferð 18. nóv. 2022 16. des. 2022 20
Bergþór Ólason Fjöldi pólitískt ráðinna aðstoðarmanna innan Stjórnarráðsins 9. júní 2023 27. júlí 2023 34 40
Styrkir og samstarfssamningar 9. júní 2023 12. ágúst 2023 45
Björn Leví Gunnarsson Áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum 22. nóv. 2022 27. jan. 2023 47 38
Ferðakostnaður og dagpeningar ráðherra* 30. sept. 2022 10. nóv. 2022 29
Bryndís Haraldsdóttir Endurmat útgjalda 16. maí 2023 8. júní 2023 15 17
Ráð, nefndir, stjórnir, starfshópar og stýrihópar 26. apríl 2023 24. maí 2023 18
Diljá Mist Einarsdóttir Kynbundinn launamunur og jafnlaunavottun 18. apríl 2023 8. maí 2023 12 19
Skipulag og stofnanir ráðuneytisins 12. des. 2022 18. jan. 2023 26
Eyjólfur Ármannsson Hatursorðræða 31. mars 2023 17. apríl 2023 8 8
Gísli Rafn Ólafsson Gagnanotkun Seðlabanka Íslands 21. mars 2023 14. apríl 2023 15 15
Halldór Auðar Svansson Breyting á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna 27. jan. 2023 10. feb. 2023 10 10
Helga Vala Helgadóttir Fjölgun starfsfólks og embættismanna 1. des. 2022 10. feb. 2023 50 32
Viðbrögð við vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra 9. nóv. 2022 29. nóv. 2022 14
Hildur Sverrisdóttir Sjóðir á vegum ráðuneytisins og stofnana þess 30. mars 2023 24. apríl 2023 13 13
Högni Elfar Gylfason Úrskurðarvald stofnana ríkisins 18. nóv. 2022 6. des. 2022 12 12
Indriði Ingi Stefánsson Netöryggi 16. maí 2023 8. júní 2023 15 15
Jóhann Friðrik Friðriksson Skekkja í mannfjölda samkvæmt þjóðskrá 24. nóv. 2022 16. des. 2022 16 16
Jóhann Páll Jóhannsson Samskipti við Björk Guðmundsdóttur og Gretu Thunberg 27. okt. 2022 14. nóv. 2022 12 13
Skipanir án auglýsingar 23. sept. 2022 12. okt. 2022 13
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Aðgreining þjóðarinnar og jöfn tækifæri* 1. mars 2023 17. apríl 2023 30 30
*Alþingi tilkynnt um að tafir yrðu á svari við fyrirspurn.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Fyrirspyrjandi Efni fyrirspurnar Dags. til ráðuneytis Dags. svars Fjöldi daga Meðaltal
Andrés Ingi Jónsson Hlutlaus skráning kyns í vegabréfum 9. maí 2022 20. maí 2022 9 12
Starfshópar samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði 3. feb. 2022 23. feb. 2022 14
Búningsaðstaða og salerni 3. des. 2021 22. des. 2021 13
Arndís Anna Kristínar Gunnarsdóttir Framkvæmd laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna 19. maí 2022 10. júní 2022 14 14
Ásthildur Lóa Þórsdóttir Samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra 11. feb. 2022 10. mars 2022 19 27
Valfrjáls bókun við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi* 13. des. 2021 20. jan. 2022 27
Laun starfsmanna Seðlabanka Íslands 13. des. 2021 23. des. 2021 8
Endurskipulagning fjármálakerfisins 15. júní 2022 31. ág. 2022 53
Björn Leví Gunnarsson Brot á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna 13. apríl 2022 16. maí 2022 19 17
Upplýsingastefna 11. feb. 2022 4. mars 2022 15
Hilda Jana Gísladóttir Samtvinnun jafnréttis- og byggðamála 7. apríl 2022 2. maí 2022 13 15
Skipan í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h. 4. apríl 2022 2. maí 2022 16
Lilja Rafney Magnúsdóttir Samþætting og aðkoma stjórnvalda að endurgerð Maríu Júlíu BA 36 19. maí 2022 23. júní 2022 22 22
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skilgreining 16. júní 2022 27. júní 2022 6 41
Starfsmannafjöldi 16. júní 2022 8. sept. 2022 58
Ráðningar án auglýsingar 16. júní 2022 8. sept. 2022 58
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýslu ríkisins niður 9. maí 2022 30. maí 2022 14 19
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands 27. apríl 2022 30. maí 2022 22
Sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 27. apríl 2022 30. maí 2022 22
*Alþingi tilkynnt um að tafir yrðu á svari við fyrirspurn.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Fyrirspyrjandi Efni fyrirspurnar Dags. til ráðuneytis Dags. svars Fjöldi daga Meðaltal
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Hlutfall starfa utan ráðuneytis vegna COVID-19 faraldursins 21. des. 2020 12. jan. 2021 14 14
Andrés Ingi Jónsson Niðurstöður barnaþings 4. júní 2021 21. júní 2021 10 15
Fulltrúar Hæstaréttar í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum stjórnvalda 20. maí 2021 2. júní 2021 8
Ályktun þingfundar ungmenna 5. feb. 2021 4. mars 2021 19
Netnjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar 19. nóv. 2020 15. des. 2020 18
Breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna 14. okt. 2020 11. nóv. 2020 20
Bergþór Ólason Upplýsingar Hagstofu Íslands um utanríkisverslun Íslands 15. júní 2021 8. júlí 2021 16 16
Björn Leví Gunnarsson Lagaleg ráðgjöf* 29. mars 2021 25. maí 2021 35 27
Skráning samskipta í ráðuneytinu 12. mars 2021 8. apríl 2021 18
Gunnar Bragi Sveinsson Ráðgjafaþjónusta, verktaka og tímabundin verkefni* 29. mars 2021 25. maí 2021 35 35
Helga Vala Helgadóttir Kostnaður við blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 20. maí 2021 9. júní 2021 13 13
Jón Þór Ólafsson Skráning hagsmunavarða 28. jan. 2021 24. feb. 2021 19 19
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kyn 7. júlí 2021 16. júlí 2021 7 23
Endurbygging á Seyðisfirði 7. júlí 2021 1. sept. 2021 39
Þorsteinn Sæmundsson Kostnaður við ferðir ráðherra innan lands 4. júní 2021 6. júlí 2021 21 23
Upplýsingafulltrúar og samskiptastjórar* 16. nóv. 2020 20. des. 2020 24
*Alþingi var tilkynnt um að tafir yrðu á svari við fyrirspurn.