Ferill 979. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1773  —  979. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útgreiddar barnabætur.


    Barnabætur eru hluti af tekjuskattskerfinu og reiknast hverju barni og greiðast til foreldra þess að 18 ára aldri skv. 68. gr. tekjuskattslaga. Við útreikning barnabóta er tekið tillit til tekna foreldra, þ.m.t. fjármagnstekna, á þann veg að skerðing á grunnbótum með hverju barni reiknast af tekjustofni umfram tiltekin fjárhæðarmörk. Á því tímabili sem spurt er um tók sú skerðing barnabótanna mið af fjölda barna, þ.e. skerðingarprósentan hækkaði í þrepum eftir því hvort bæturnar reiknuðust fyrir eitt barn, tvö börn, þrjú börn eða fleiri. Ákvörðun bótanna fór hins vegar ekki eftir aldri barna nema að því leyti að sérstök viðbót var greidd með hverju barni yngra en sjö ára en skerðing á þá viðbót var 4% af viðmiðunarmörkum tekna. Foreldrar geta átt börn sem falla innan beggja aldursflokka. Af þeim sökum er ekki gerlegt út frá gögnum sem verða til við árlegan útreikning Skattsins að taka sérstakan aldurshóp út úr mengi barnabótakerfisins. Aldurinn er ekki skráður í uppgjörskerfið að öðru leyti en því hvort greidd er viðbót vegna barns yngra en sjö ára. Í fyrirspurninni er hins vegar í flestum töluliðum spurt um fjölda foreldra og greiddar bætur miðað við aldurshópinn 7–15 ára. Ráðuneytið leitaði því til Skattsins um leiðir til að einangra greiddar bætur vegna 16 og 17 ára barna frá öðrum aldurshópum. Það reyndist ekki mögulegt nema með því að samkeyra upplýsingar Þjóðskrár við álagningu einstaklinga og endurreikna barnabótakerfi seinustu fimm ára með tilliti til umbeðinnar aldursskiptingar. Er það mat ráðuneytisins að slíkur endurútreikningur yrði of fyrirhafnarmikill og einungis nálgun á greiddum barnabótum fyrri ára en ekki þær fjárhæðir sem raunverulega voru greiddar.
    Eftirfarandi svar er unnið upp úr frumálagningu einstaklinga 2019–2023 fyrir tekjuárin 2018–2022. Svarið byggist á þeirri aldursskiptingu sem barnabótakerfið tilgreinir, þ.e. börn yngri en 7 ára og börn 7 ára og eldri, að 18 ára aldri. Grunneining greiningarinnar er dulkóðuð kennitala einstaklinga og miðast tekjutíundir við endanlegan tekjuskattsstofn allra kennitalna í frumálagningu. Í hverri tekjutíund eru um 32 þúsund einstaklingar og sýnir greining eftir tíund hvernig þeir sem fá greiddar barnabætur raðast innan hverrar tíundar. Upplýsingar fyrir tekjuárið 2023 liggja ekki fyrir fyrr en með álagningu einstaklinga í maí n.k.

     1.      Hversu margir foreldrar hafa verið einstæðir með börn yngri en 7 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
    Tafla 1 sýnir fjölda einstæðra foreldra með börn yngri en 7 ára á tekjuárunum 2018–2022 og greiddar barnabætur til þess hóps eftir árum.

Tafla 1.

Ár Fjöldi einstæðra foreldra Greiddar barnabætur
2018 5.336 3.215.974.914
2019 5.017 3.132.190.540
2020 4.878 3.066.372.016
2021 4.787 3.217.005.830
2022 4.777 3.153.988.897

     2.      Hversu margir foreldrar hafa verið einstæðir með börn á aldrinum 7–15 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
    Tafla 2 sýnir fjölda einstæðra foreldra með börn 7 ára og eldri, þ.e. allt að 18 ára, á tekjuárunum 2018–2022 og greiddar barnabætur til þess hóps eftir árum.

Tafla 2.

Ár Fjöldi einstæðra foreldra Greiddar barnabætur
2018 9.207 4.223.654.700
2019 9.219 4.282.271.466
2020 9.313 4.290.934.372
2021 9.409 4.624.177.862
2022 9.599 4.845.954.739

     3.      Hversu margir foreldrar í sambúð eða hjónabandi voru með börn yngri en 7 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
    Tafla 3 sýnir fjölda foreldra barna í sambúð með börn yngri en 7 ára á tekjuárunum 2018– 2022 og greiddar barnabætur til þess hóps eftir árum.

Tafla 3.

Ár Fjöldi foreldra í sambúð Greiddar barnabætur
2018 36.958 4.309.166.327
2019 37.158 4.612.552.039
2020 37.840 4.934.565.475
2021 38.562 5.560.672.944
2022 39.332 5.668.730.306

     4.      Hversu margir foreldrar í sambúð eða hjónabandi voru með börn á aldrinum 7–15 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
    Tafla 4 sýnir fjölda foreldra barna í sambúð með börn 7 ára og eldri, þ.e. allt að 18 ára, á tekjuárunum 2018–2022 og greiddar barnabætur til þess hóps eftir árum.

Tafla 4.

Ár Fjöldi foreldra í sambúð Greiddar barnabætur
2018 48.456 3.858.469.744
2019 48.992 4.035.074.605
2020 49.550 4.208.458.694
2021 50.088 4.666.670.844
2022 50.910 4.930.919.671

     5.      Hversu miklar barnabætur voru greiddar til hvers hóps fyrir sig sem talinn er upp í 1.–4. tölul., sundurliðað eftir árum?
    
Sjá greiddar barnabætur til hvers hóps í töflum 1–4.

     6.      Hvernig skiptust útgreiddar barnabætur skv. 5. tölul. eftir tekjutíundum í hverjum hópi fyrir sig, sundurliðað eftir árum?

    Tafla 5 sýnir hvernig barnabætur til einstæðra foreldra barna yngri en 7 ára hafa dreifst á tekjutíundir undanfarin fimm ár.

Tafla 5. Einstæðir foreldrar barna yngri en 7 ára (barnabætur í millj. kr.).

Tíund 2022 2021 2020 2019 2018
1 120 132 128 149 167
2 359 411 353 393 417
3 509 533 568 608 647
4 548 608 589 571 655
5 641 623 589 573 461
6 399 382 356 334 324
7 251 253 221 234 256
8 196 164 149 156 180
9 106 88 92 91 89
10 25 22 23 24 21

    Tafla 6 sýnir hvernig barnabætur til einstæðra foreldra barna 7 ára og eldri, þ.e. allt að 18 ára, hafa dreifst á tekjutíundir undanfarin 5 ár.

     Tafla 6. Einstæðir foreldrar barna 7 ára og eldri (barnabætur í millj. kr.).

Tíund 2022 2021 2020 2019 2018
1 119 117 104 131 136
2 288 306 272 283 288
3 524 509 544 525 544
4 742 783 729 674 763
5 861 825 729 773 587
6 665 642 565 556 541
7 584 561 500 524 522
8 540 463 458 433 485
9 397 333 305 307 283
10 126 86 85 77 73

    Tafla 7 sýnir hvernig greiðsla barnabóta til foreldra barna í sambúð með börn yngri en 7 ára dreifðist á tekjutíundir á árunum 2018–2022.

     Tafla 7. Foreldrar í sambúð með börn yngri en 7 ára (barnabætur í millj. kr.).

Tíund 2022 2021 2020 2019 2018
1 371 364 348 344 341
2 582 575 542 530 498
3 822 811 727 664 623
4 686 719 629 590 514
5 619 592 533 472 440
6 719 676 568 527 483
7 730 733 624 561 518
8 601 607 528 500 485
9 429 386 347 339 319
10 110 99 89 84 89

    Tafla 8 sýnir hvernig greiðsla barnabóta til foreldra barna í sambúð með börn 7 ára og eldri, þ.e. allt að 18 ára, dreifðist á tekjutíundir á árunum 2018–2022.

Tafla 8. Foreldrar í sambúð með börn 7 ára og eldri (barnabætur í millj. kr.).

Tíund 2022 2021 2020 2019 2018
1 294 269 262 264 255
2 391 363 364 356 365
3 657 641 590 555 539
4 587 578 514 527 455
5 541 515 459 429 416
6 619 568 505 473 446
7 653 621 548 500 480
8 602 596 496 482 475
9 459 402 363 350 330
10 130 114 107 98 98