Ferill 1132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1783  —  1132. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um áhrif sölu áfengis á framleiðslustað.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hver var niðurstaða lýðheilsumats á áhrifum laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998 (sala á framleiðslustað), sbr. umfjöllun í nefndaráliti á þskj. 1248 á 152. löggjafarþingi frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar?
     2.      Hvaða mótvægisaðgerðir hefur verið farið í eftir lagabreytingarnar vegna forvarna og lýðheilsusjónarmiða?
     3.      Hvaða fyrirmæli hefur ráðherra sett í reglugerð varðandi hámarksmagn drykkja sem heimilt er að selja í smásölu á framleiðslustað, sbr. 5. mgr. 5. gr. áfengislaga og umfjöllun í fyrrgreindu nefndaráliti?
     4.      Hversu margir framleiðendur hafa fengið leyfi til þess að selja áfengi á framleiðslustað?


Skriflegt svar óskast.