Ferill 1135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1786  —  1135. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um úrbætur á stýringu umferðarljósa.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


    Hafa verið gerðar úrbætur á stýringu umferðarljósa, með aukinni notkun snjalltækni og gervigreindar, í samræmi við ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þar um:
     a.      á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar,
     b.      á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar,
     c.      á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar,
     d.      á gatnamótum Hringbrautar, Hlíðarfótar og Vatnsmýrarvegar,
     e.      á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu,
     f.      á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu,
     g.      á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs,
     h.      á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar?


Skriflegt svar óskast.