Ferill 1138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1789  —  1138. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um búðarhnupl.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvernig hefur umfang búðarhnupls í verslunum sem tilkynnt hefur verið til lögreglu þróast síðastliðin fimm ár?
     2.      Hefur lögreglan upplýsingar um umfang óupplýsts búðarhnupls í verslunum, og ef svo er, hvernig hefur áætlað umfang óupplýsts búðarhnupls í verslunum þróast síðastliðin fimm ár?
     3.      Hefur sjálfvirknivæðing í verslunum haft áhrif á umfang búðarhnupls á síðustu fimm árum, og ef svo er, hvernig?
     4.      Hversu stóran hluta vöruverðs má rekja til kostnaðar sem framleiðendur, heildsalar og verslanir þurfa að standa undir vegna búðarhnupls?
     5.      Við hvaða erlendar rannsóknir, þar á meðal á Norðurlöndunum, er stuðst til að meta efnahagslegt og fjárhagslegt umfang og áhrif búðarhnupls?
     6.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa í því skyni að takmarka búðarhnupl?

Skriflegt svar óskast.