Ferill 1140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1805  —  1140. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um umfjöllun um vistmorð.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver hefur framvinda og umfjöllun um vistmorð verið í umdæmisríkjum Íslands, sem fram kom í svari á þskj. 494 á yfirstandandi þingi að ráðuneytið hefði falið sendiskrifstofum að fylgjast með?
     2.      Hvernig hefur þeirri þróun verið miðlað til annarra ráðuneyta og stofnana?
     3.      Má vænta þess að lagðar verði til aðgerðir í anda tillögu til þingsályktunar um vistmorð sem vísað var til ríkisstjórnarinnar á 152. löggjafarþingi (483. mál)?


Skriflegt svar óskast.