Ferill 1142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1807  —  1142. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um fjölda örorkulífeyrisþega og bótasvik.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvaða rannsóknir og niðurstöður liggja fyrir um umfang bótasvika sem felast í því að einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki?
     2.      Hver eru hugsanleg áhrif bótasvika á árleg útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins í umræddum málaflokki? Hvaða upplýsingar liggja fyrir um þetta annars staðar á Norðurlöndum?
     3.      Hvernig er staðið að rannsóknum og eftirliti með því að örorkumat sé reist á raunhæfum forsendum um heilsufar þeirra einstaklinga sem í hlut eiga?
     4.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að treysta mat á örorku?
     5.      Hvaða ástæður telur ráðherra liggja að baki eins örri fjölgun örorkulífeyrisþega undanfarin ár sem raun ber vitni?
     6.      Hefur fjölgun örorkulífeyrisþega hér á landi haldist í hendur við fjölgun þeirra annars staðar á Norðurlöndum? Ef ekki, hverjar telur ráðherra vera helstu skýringar á því og til hvaða aðgerða gefur það tilefni til að grípa?


Skriflegt svar óskast.