Ferill 1144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1811  —  1144. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvernig hefur gjaldskrá veitufyrirtækja vegna rafhitunar heimila þróast frá árinu 2019? Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum, sveitarfélögum, því hvenær gjaldskrárbreyting tók gildi og hvort um beina rafkyndingu eða rafkyntar veitur er að ræða.
     2.      Hvaða forsendur og gögn lágu til grundvallar hverri breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum, t.d. í Vestmannaeyjum?
     3.      Hvaða rafkyntu veitur sóttu um að hækka gjaldskrá sína og hverjar ekki?
     4.      Hvernig hefur ráðherra í hyggju að stuðla að lægri húshitunarkostnaði á þeim landsvæðum þar sem íbúar búa við hærri húshitunarkostnað vegna rafhitunar?
     5.      Hversu mörg heimili hafa búið við rafhitun frá árinu 2019? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum, árum og hvort um beina rafkyndingu eða rafkyntar veitur er að ræða.
     6.      Hver væri áætlaður fjárhagslegur ábati heimila sem búa við rafhitun við að tengjast hitaveitu?
     7.      Hversu mikil útgjöld ríkissjóðs myndu sparast ef öll heimili landsins fengju hitaveitu?


Skriflegt svar óskast.