Ferill 725. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1817  —  725. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni um vopnuð útköll.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg hafa vopnuð útköll lögreglunnar annars vegar og sérsveitarinnar hins vegar verið á ári hverju frá árinu 2013? Svar óskast sundurliðað eftir lögregluumdæmum.

    Við vinnslu svars við fyrirspurninni óskaði dómsmálaráðuneytið eftir upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra en upplýsingarnar voru fengnar úr lögreglukerfinu (LÖKE). Eftirfarandi svar byggist á þeim upplýsingum.

Tafla 1. Fjöldi vopnaðra útkalla sérsveitar, fyrir tímabilið 2013–2023
Ártal 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Fjöldi vopnaðra útkalla sérsveitar 50 38 54 63 161 171 183 261 311 388 461

Tafla 2. Fjöldi útkalla þar sem almenn lögregla vopnast, sundugreint eftir embættum, fyrir tímabilið 2016–2023
Embætti 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 14 42 33 37 39 22 58 97
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 66 16 12 17 14 7 9 24
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra 4 3 4 4 3 10 5 24
Lögreglustjórinn á Suðurlandi 2 1 2 3 5 10 7 15
Lögreglustjórinn á Vesturlandi 3 0 1 0 1 2 4 5
Lögreglustjórinn á Austurlandi 0 0 0 0 0 3 1 8
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum 1 1 0 0 2 2 1 5
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 0 1 1 1 0 1 0 1
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum 0 0 0 0 0 0 1 1
Samtals* 90 64 53 62 64 57 86 180
*Í einhverjum tilfellum hafði fleira en eitt embætti aðkomu að verkefni.

    Einungis var hægt að nálgast upplýsingar sem ná yfir heilt ár um vopnuð útköll almennrar lögreglu frá árinu 2016. Af þeim sökum ná tölurnar fyrir almenna lögreglu einungis aftur til ársins 2016 í töflu 2 hér fyrir ofan.