Ferill 1149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1837  —  1149. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um misnotkun á kennitölum í tengslum við þjónustu og fyrirgreiðslu af hálfu undirstofnana ráðuneytisins.

Frá Birgi Þórarinssyni.

     1.      Hvernig er eftirliti háttað með því að fyrirgreiðsla og þjónusta af hálfu stofnana sem heyra undir ráðherra sem veitt er á grundvelli kennitölu sé ekki misnotuð?
     2.      Hvaða upplýsingar liggja fyrir um fjölda tilvika þar sem misnotkun á kennitölu hefur verið staðfest hjá stofnunum sem heyra undir ráðherra og sinna þjónustu við borgarana?
     3.      Til hvaða ráðstafana hefur ráðherra gripið til að draga úr misnotkun af umræddu tagi hjá undirstofnunum sínum?
     4.      Hvaða áform hefur ráðherra um frekari aðgerðir í þessu efni?


Skriflegt svar óskast.