Ferill 1151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1839  —  1151. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um íslensku sem opinbert mál á Íslandi.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvernig styðja stjórnvöld við íslensku sem opinbert mál á Íslandi og sameiginlegt mál landsmanna?
     2.      Hvernig samrýmist það markmiðum stjórnvalda um að efla íslensku sem opinbert mál að stjórnsýsla hérlendis fari fram á erlendu tungumáli?
     3.      Hvaða viðmið hafa verið sett um málnotkun á vegum stjórnvalda og atvinnulífs á grundvelli þingsályktunar nr. 36/149 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, sem samþykkt var á Alþingi 7. júní 2019?


Skriflegt svar óskast.