Ferill 1152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1852  —  1152. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um heiðursofbeldi.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra upplýsingar um það hvort heiðurstengt ofbeldi hafi komið upp á Íslandi og hvert sé umfang þess?
     2.      Hvaða ákvæði hegningarlaga ná til heiðursofbeldis og telur ráðherra að þau séu fullnægjandi?
     3.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að vinna gegn heiðursofbeldi? Ef svo er, hvaða?


Skriflegt svar óskast.