Ferill 744. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1879  —  744. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.


     1.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
    Við vinnslu á svari við töluliðnum var tekinn saman heildarkostnaður vegna auglýsingagerðar og birtinga, sem tekur m.a. til viðburða, sértækra verkefna og atvinnuauglýsinga á vegum ráðuneytis eða stofnunar. Tekinn var inn í svarið kostnaður við bæði hönnun og birtingu.
    Undanskilinn í svari við töluliðnum er kostnaður vegna norræns og alþjóðlegs samstarfs og vinnufunda. Einnig er kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaði undanskilinn.

Kostnaður við auglýsingagerð og kynningarmál

2022

2023

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti alls 7.573.701 kr. 10.644.910 kr.
Gott að eldast, endurskoðun á þjónustu við eldra fólk 2.601.500 kr. 1.253.874 kr.
Auglýsingar og hönnun vegna landsáætlunar um málefni fatlaðs fólks og tíu opinna funda 0 kr. 675.172 kr.
Öll með, breytingar á örorkulífeyriskerfinu 974.640 kr. 6.051.200 kr.
Stefnumótun í málefnum innflytjenda, auglýsingar vegna opinna funda 0 kr. 716.945 kr.
Aðrar auglýsingar, svo sem atvinnuauglýsingar 3.997.561 kr. 1.947.719 kr.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála alls 257.821 kr. 367.667 kr.
Atvinnuauglýsingar 257.821 kr. 367.667 kr.
Ríkissáttasemjari alls 0 kr. 0 kr.
Tryggingastofnun alls 2.150.771 kr. 3.933.279 kr.
Framleiðsla auglýsinga 2.150.771 kr. 3.933.279 kr.
Umboðsmaður skuldara alls 339.157 kr. 463.907 kr.
Atvinnuauglýsingar 339.157 kr. 463.907 kr.
Úrskurðarnefnd velferðarmála alls 315.244 kr. 0 kr.
Atvinnuauglýsing 315.244 kr. 0 kr.
Vinnueftirlitið alls 0 kr. 34.955.035 kr.
Fræðsluefni vegna vinnuslysa og fleira 776.875 kr.
Fræðsluefni vegna réttra vinnustellinga 229.670 kr.
Vellíðan og öryggi starfsfólks, lendingarsíða fyrir nýtt fræðslu- og stoðefni 4.199.406 kr.
Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn kynferðislegri áreitni 12.307.084 kr.
Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu 17.442.000 kr.
Vinnumálastofnun 2.550.915 kr. 4.690.704 kr.
Auglýsingaherferð á netinu tengd ýmsum verkefnum 314.306 kr. 3.231.497 kr.
Atvinnuauglýsingar 2.236.609 kr. 1.459.207 kr.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta 0 kr. 0 kr.


     2.      Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?
    Við vinnslu á svari við töluliðnum var tekinn saman allur kostnaður vegna birtinga á auglýsingum í prent-, vef- og samfélagsmiðlum, greindur eftir innlendum og erlendum birtingum. Einnig fellur undir í svarinu birtingarkostnaður vegna auglýsingaherferða, viðburða/ráðstefna og starfa sem auglýst eru. Kostnaður vegna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaði er undanskilinn í svarinu.
    Svarið tiltekur allan kostnað sem fellur undir svar við 1. tölulið, sundurliðaðan milli innlendra og erlendra miðla.

Birtingarkostnaður

2022

2023

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti 4.002.561 kr. 2.284.720 kr.
Innlendir miðlar 3.997.561 kr. 2.148.275 kr.
Erlendir miðlar 5.000 kr. 136.445 kr.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála 257.821 kr. 367.667 kr.
Innlendir miðlar 257.821 kr. 367.667 kr.
Erlendir miðlar 0 kr. 0 kr.
Ríkissáttasemjari 0 kr. 0 kr.
Innlendir miðlar 0 kr. 0 kr.
Erlendir miðlar 0 kr. 0 kr.
Tryggingastofnun 1.756.421 kr. 1.928.279 kr.
Innlendir miðlar 1.741.521 kr. 1.861.349 kr.
Erlendir miðlar 14.900 kr. 66.930 kr.
Umboðsmaður skuldara 339.157 kr. 463.907 kr.
Innlendir miðlar 339.157 kr. 463.907 kr.
Erlendir miðlar 0 kr. 0 kr.
Úrskurðarnefnd velferðarmála 315.244 kr. 0 kr.
Innlendir miðlar 315.244 kr. 0 kr.
Erlendir miðlar 0 kr. 0 kr.
Vinnueftirlitið 1.847.050 kr. 8.740.079 kr.
Innlendir miðlar 1.827.050 kr. 8.031.574 kr.
Erlendir miðlar 20.000 kr. 708.505 kr.
Vinnumálastofnun 2.604.915 kr. 4.690.704 kr.
Innlendir miðlar 2.604.915 kr. 4.690.704 kr.
Erlendir miðlar 0 kr. 0 kr.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta 0 kr. 0 kr.
Innlendir miðlar 0 kr. 0 kr.
Erlendir miðlar 0 kr. 0 kr.


     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
    Við svar við töluliðnum var tekinn saman heildarkostnaður við viðburði og ráðstefnur á vegum ráðuneytisins og stofnana þess, þar á meðal kostnaður sem þegar hefur verið tilgreindur í svari við 1. og 2. tölulið (hönnunarkostnaður og auglýsingagerð vegna viðburða sem og birtingarkostnaður).
    Við svar við þessum tölulið bætist síðan kostnaður vegna viðburðahaldsins sjálfs, svo sem leiga á húsnæði, streymi, viðburðastjórnun, myndataka og veitingar. Undanskildir í svarinu eru lokaðir fundir á vegum ráðuneytisins, stofnana eða samstarfsaðila þess.

Kostnaður við viðburði og ráðstefnur

2022

2023

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti 514.200 kr. 8.035.418 kr.
300 manna samráðsþing vegna landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks, sent út í beinu streymi úr Hörpu 0 kr. 3.832.065 kr.
Tíu opnir fundir úti um land vegna landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks 0 kr. 1.870.043 kr.
Opin málþing á vegum Velferðarvaktarinnar 514.200 kr. 910.240 kr.
Opnir samráðsfundir vegna stefnumótunar í málefnum innflytjenda 0 kr. 1.423.070 kr.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála 0 kr. 0 kr.
Ríkissáttasemjari 491.000 kr. 0 kr.
Námsstefnur 491.000 kr. 0 kr.
Tryggingastofnun 0 kr. 1.551.400 kr.
Ársfundur 0 kr. 991.400 kr.
Námskeið um töku ellilífeyris við starfslok 0 kr. 560.000 kr.
Umboðsmaður skuldara 0 kr. 0 kr.
Úrskurðarnefnd velferðarmála 0 kr. 1.073.509 kr.
Norræn ráðstefna 2023 0 kr. 1.073.509 kr.
Vinnueftirlitið 808.033 kr. 823.555 kr.
Ert þú á svölum vinnustað? 399.533 kr.
Framtíð vinnuverndar í umönnunarstörfum 408.500 kr.
Þátttaka í Iðnaðarsýningunni 2023 823.555 kr.
Vinnumálastofnun 1.691.477 kr. 1.126.758 kr.
Kostnaður við ýmsa fundi 1.691.477 kr. 735.528 kr.
Kostnaður við ýmsa fundi ráðgjafa 391.230 kr.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta 0 kr. 0 kr.