Ferill 1154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1883  —  1154. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um fyrirkomulag inntökuprófa.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Í hvaða inntökuprófum til háskólanáms er gerð krafa um viðveru allra próftaka á einum ákveðnum próftökustað?
     2.      Hyggst ráðherra leggja til breytingar á fyrirkomulagi inntökuprófa til háskólanáms á þann veg að próftakar sem búa í talsverðri fjarlægð frá hefðbundnum próftökustað geti þreytt inntökupróf í annarri aðstöðu með því að nýta tæknilausnir og aðrar ráðstafanir til að tryggja sömu próftökuskilyrði?
     3.      Ef svo er ekki, hyggst ráðherra leggja til annars konar breytingar til að tryggja jöfn tækifæri til að þreyta inntökupróf til háskólanáms óháð búsetu, t.d. að fjölga próftökustöðum?


Skriflegt svar óskast.