Ferill 1156. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1885  —  1156. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um málaferli embættis landlæknis.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hefur embætti landlæknis höfðað dómsmál, þ.m.t. á hendur fyrirtækjum og/eða einstaklingum, frá árinu 2013? Ef svo er, hverjir voru aðilar máls, um hvaða ágreining var að ræða hverju sinni og hvernig lauk þeim málum?
     2.      Hver er lögfræðikostnaður embættis landlæknis vegna dómsmála sem embættið hefur höfðað frá árinu 2013? Svar óskast sundurliðað eftir málum.
     3.      Hefur embætti landlæknis verið gert að greiða bætur og/eða málskostnað í málum sem embættið hefur höfðað á þessu tímabili? Ef svo er, hversu háar fjárhæðir? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     4.      Hver er lögfræðikostnaður embættis landlæknis vegna málaferla á stjórnsýslustigi á sama tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     5.      Hver er afstaða ráðherra til þess að embætti landlæknis hafi höfðað dómsmál í þessum tilvikum, séu þau til staðar, m.a. á hendur fyrirtækjum og/eða einstaklingum?


Skriflegt svar óskast.