Ferill 898. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1898  —  898. mál.




Frumvarp til laga


um breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar (þjónustugjöld).

(Eftir 2. umræðu, 13. júní.)


I. KAFLI

Breyting á raforkulögum, nr. 65/2003.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „eftirlits“ í 1. mgr. kemur: raforkueftirlits.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Gjaldtaka vegna raforkueftirlits.

2. gr.

    33. gr. laganna orðast svo:
    Fyrir leyfi sem Orkustofnun veitir á grundvelli 4. gr. og fyrir eftirlit sem stofnuninni er falið skv. 4., 5. og 6. gr. er heimilt að innheimta gjald. Gjaldið má ekki vera hærra en nemur kostnaði við undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu, afgreiðslu leyfis og eftirlits með leyfishöfum.
    Fyrir leyfi til að reisa og reka dreifikerfi, sbr. 13. gr., og leyfi til að stunda raforkuviðskipti, sbr. 18. gr., er heimilt að innheimta gjald. Gjaldið má ekki vera hærra en nemur kostnaði við undirbúning og afgreiðslu leyfis.
    Gjöld samkvæmt þessari grein skulu vera í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra staðfestir og birt skal í B-deild Stjórnartíðinda. Upphæð gjalda samkvæmt gjaldskrá skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna og skal byggð á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalds byggist á.
    Gjöld samkvæmt þessari grein eru aðfararhæf án undangengins dóms eða sáttar.

II. KAFLI

Breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998.

3. gr.

    Á eftir 20. gr. laganna kemur ný grein, 20. gr. a, svohljóðandi:
    Fyrir leyfi sem Orkustofnun veitir á grundvelli 4., 6. og 34. gr. og fyrir eftirlit sem stofnuninni er falið skv. 21. gr. er heimilt að innheimta gjald. Gjaldið má ekki vera hærra en nemur kostnaði við undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu, afgreiðslu leyfis og eftirlits með leyfishöfum.
    Gjald skv. 1. mgr. skal vera í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra staðfestir og birt skal í B-deild Stjórnartíðinda. Upphæð gjalda samkvæmt gjaldskrá skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna og skal byggð á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalds byggist á.
    Gjöld samkvæmt þessari grein eru aðfararhæf án undangengins dóms eða sáttar.

III. KAFLI

Breyting á lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990.

4. gr.

    Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 7. gr., svohljóðandi, og breytist greinatala samkvæmt því:
    Fyrir leyfi sem Orkustofnun veitir á grundvelli 2. og 3. gr. og fyrir eftirlit með skilyrðum leyfa er heimilt að innheimta gjald. Gjaldið má ekki vera hærra en nemur kostnaði við undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu, afgreiðslu leyfis og eftirlits með leyfishöfum.
    Gjald skv. 1. mgr. skal vera í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra staðfestir og birt skal í B-deild Stjórnartíðinda. Upphæð gjalda samkvæmt gjaldskrá skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna og skal byggð á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalds byggist á.
    Gjöld samkvæmt þessari grein eru aðfararhæf án undangengins dóms eða sáttar.

IV. KAFLI

Breyting á vatnalögum, nr. 15/1923.

5. gr.

    Við 146. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Gjöld samkvæmt þessari grein eru aðfararhæf án undangengins dóms eða sáttar.

V. KAFLI

Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

6. gr.

    34.–36. tölul. 11. gr. laganna falla brott.

7. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.