Ferill 1035. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1900  —  1035. mál.
Framsetning. Greinargerð.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029.

Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (BLG).


     1.      Við töfluna Rekstraryfirlit fyrir ríkissjóð (A1-hluta) árin 2025–2029. Liðurinn Skatttekjur orðist svo:
Ma.kr. 2025 2026 2027 2028 2029
Skv. frumskjali
1.134,2 1.194,0 1.254,1 1.313,3 1.378,1
Breyting
19,7 19,7 19,7 19,7 19,7
Samtals
1.153,9 1.213,7 1.273,8 1.333,0 1.397,8

     2.      Við töfluna Heildarútgjöld málefnasviða árin 2025–2029 og töfluna Útgjaldarammar málefnasviða árin 2025–2029. Eftirfarandi liðir breytist sem hér segir:
M.kr. á verðlagi 2024 2025 2026 2027 2028 2029
a. 08 Sveitarfélög og byggðamál
Skv. frumskjali
34.292 35.121 35.943 36.657 37.436
Breyting
15.000 15.000 15.000 15.000 15.000
Samtals
49.292 50.121 50.943 51.657 52.436
b. 09 Almanna- og réttaröryggi
Skv. frumskjali
41.581 42.381 42.961 42.387 37.816
Breyting
-4.028 -528 -528 -528 -528
Samtals
37.553 41.853 42.433 41.859 37.288
c. 11 Samgöngu- og fjarskiptamál
Skv. frumskjali
62.752 61.954 63.019 62.273 61.977
Breyting
3.000 3.000 3.000 3.000 3.000
Samtals
65.752 64.954 66.019 65.273 64.977
d. 15 Orkumál
Skv. frumskjali
14.955 12.266 12.280 12.293 12.306
Breyting
1.553 1.274 1.275 1.276 1.278
Samtals
16.508 13.540 13.555 13.569 13.584
e. 16 Markaðseftirlit og neytendamál
Skv. frumskjali
4.151 4.268 4.389 4.515 4.646
Breyting
420 420 420 420 420
Samtals
4.571 4.688 4.809 4.935 5.066
f. 17 Umhverfismál
Skv. frumskjali
35.543 36.329 34.726 34.978 35.114
Breyting
4.490 4.572 4.405 4.432 4.446
Samtals
40.033 40.901 39.131 39.410 39.560
g. 21 Háskólastig
Skv. frumskjali
66.801 68.265 69.764 68.851 69.476
Breyting
12.826 13.107 13.395 13.219 13.339
Samtals
79.627 81.372 83.159 82.070 82.815
h. 22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála
Skv. frumskjali
5.642 5.495 5.448 5.451 5.404
Breyting
115 115 115 115 115
Samtals
5.757 5.610 5.563 5.566 5.519
i. 23 Sjúkrahúsþjónusta
Skv. frumskjali
168.043 178.332 178.866 181.583 184.505
Breyting
2.664 2.664 2.664 2.664 2.664
Samtals
170.707 180.996 181.530 184.247 187.169
j. 24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
Skv. frumskjali
90.439 91.328 92.735 94.489 95.428
Breyting
336 336 336 336 336
Samtals
90.775 91.664 93.071 94.825 95.764
k. 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks
Skv. frumskjali
108.467 120.190 121.755 123.344 124.955
Breyting
9.000 0 0 0 0
Samtals
117.467 120.190 121.755 123.344 124.955
l. 32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Skv. frumskjali
11.660 11.616 11.495 11.374 11.253
Breyting
50 50 50 50 50
Samtals
11.710 11.666 11.545 11.424 11.303
                 

Greinargerð.

    Í 1. tölul. er gerð tillaga um breytingar á tekjuhlið fjármálaáætlunar:
     a.      Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla lækki um 3,3 ma.kr. árlega.
     b.      Fjármagnstekjuskattur hækki um 15 ma.kr. árlega.
     c.      Kolefnisgjald hækki um 8 ma.kr. árlega.
    Í 2. tölul. eru lagðar til breytingar á útgjaldaramma nokkurra málefnasviða:
    Í a-lið, 08 Sveitarfélög og byggðamál, er gerð tillaga um að 15.000 m.kr. hækkun fjármagnstekjuskatts renni sem ígildi útsvars í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
    Í b-lið, 09 Almanna- og réttaröryggi, er gerð tillaga um eftirfarandi:
     a.      Gerð er tillaga um aukið framlag að fjárhæð 420 m.kr. til héraðssaksóknara til að efla embættið og tryggja málsmeðferðarhraða.
     b.      Gerð er tillaga um að fella niður sóknargjöld og framlög til Þjóðkirkjunnar að fjárhæð 7.448 m.kr. sem byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu.
     c.      Gerð er tillaga um 1 ma.kr. árlegt framlag til lögregluembættanna til að fjölga ársverkum í almennri löggæslu og rannsóknarvinnu.
     d.      Lagt er til að veittir verði 24 ma.kr. á tímabilinu til byggingar samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.
    Í c-lið, 11 Samgöngu- og fjarskiptamál, er gerð tillaga um 3.000 m.kr. framkvæmdafé til hjóla- og göngustíga. Af þeirri fjárhæð eru:
     a.      1.000 m.kr. til að flýta framkvæmdum þeirra verkefna sem eru skipulögð samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins,
     b.      1.000 m.kr. til uppbyggingar hjóla- og göngustíga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,
     c.      1.000 m.kr. til uppbyggingar hjóla- og göngustíga annars staðar á landinu.
    Í d-lið er gerð tillaga um hækkun framlaga til málefnasviðsins 15 Orkumál.
    Í e-lið, 16 Markaðseftirlit og neytendamál, er gerð tillaga um hækkun framlaga til að efla Samkeppniseftirlitið.
    Í f-lið, 17 Umhverfismál, er gerð tillaga um almenna hækkun framlaga til málefnasviðsins um 3,690 m.kr. Auk þess er gerð tillaga um hækkun framlaga til Loftslagssjóðs um 800 m.kr.
    Í g-lið er gerð tillaga um hækkun framlaga til málefnasviðsins 21 Háskólastig.
    Í h-lið, 22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála, er gerð tillaga um framlag til að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur.
    Í i-lið, 23 Sjúkrahúsþjónusta, er gerð tillaga um:
     a.      326 m.kr. framlag til viðhalds eða nýframkvæmda vegna Landspítalans,
     b.      838 m.kr. vegna tækjakaupa,
     c.      500 m.kr. vegna stafvæðingar,
     d.      300 m.kr. vegna kennslu,
     e.      700 m.kr. vegna þjónustutengdrar fjármögnunar.
    Í j-lið, 24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa, er gerð tillaga um hækkun framlags og lagt til að framlagið skiptist í samræmi við íbúafjölda heilbrigðisumdæma.
    Í k-lið, 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks, er lagt til að veittir verði 9 ma.kr. til fjármögnunar afturvirkra réttinda frá 1. janúar.
    Í l-lið, 32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála, er gerð tillaga um hækkun framlaga til eflingar fræðslu vegna hinseginleika.