Ferill 1159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1910  —  1159. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um yfirvinnu ríkisstarfsmanna.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvert var hlutfall launa fyrir yfirvinnu af heildarlaunum ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023 sundurliðað eftir stofnunum? Átt er við þær ríkisstofnanir þar sem launavinnslu er sinnt af Fjársýslunni og þar sem hlutfall launa fyrir yfirvinnu var minna en 1% af heildarlaunagreiðslum stofnunar og þar sem starfsmenn voru færri en tíu, sbr. svar ráðherra á þskj. 1702 á yfirstandandi löggjafarþingi. Hver var meðalfjöldi yfirvinnustunda framangreindra ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023?
     2.      Hversu margir ríkisstarfsmenn fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023 og hvert var hlutfall stöðugilda þeirra af heildarfjölda stöðugilda hjá ríkinu? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum og eftir tegundarlyklum yfirvinnu (ótímabundin yfirvinna, önnur föst yfirvinna, ótímamæld eða tímamæld).
     3.      Fyrir hvað fá ríkisstarfsmenn greidda svokallaða fasta yfirvinnu? Er sú yfirvinna regluleg og til langs tíma og vegna vinnu sem rúmast ekki innan starfslýsingar viðkomandi starfsmanna? Ef svo er, hver er ástæða þess að það kallar ekki á endurröðun grunnlauna í launatöflu?
     4.      Hvaða áhrif hafði svokölluð stytting vinnuvikunnar á samsetningu launa ríkisstarfsmanna? Hefur verið tekið tillit til styttingar vinnuvikunnar við greiðslu tímamældrar yfirvinnu?


Skriflegt svar óskast.