Ferill 1031. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1913  —  1031. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra.


     1.      Hverjar eru lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins og hver hefur árlegur kostnaður við hverja þeirra verið frá 2021?
    Þróunarsamvinnunefnd starfar samkvæmt lögum nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, og skipar utanríkisráðherra fulltrúa í nefndina og varamenn þeirra. Utanríkisráðherra skipar einnig stjórn GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu sem starfar samkvæmt reglugerð nr. 1260/2019. Kostnaður utanríkisráðuneytisins vegna nefndanna frá árinu 2021 er sem hér segir:

2021 2022 2023
Þróunarsamvinnunefnd 186.264 kr. 203.965 kr. 0 kr.
Stjórn GRÓ 58.208 kr. 2.311.601 kr. 2.984.872 kr.

     2.      Hvaða aðra starfshópa og nefndir hefur ráðherra sett á laggirnar og hver hefur árlegur kostnaður við hverja þeirra verið frá 2021?
    Kostnaður utanríkisráðuneytisins vegna annarra starfshópa og nefnda sem utanríkisráðherra hefur sett á laggirnar frá árinu 2021 er sem hér segir:

Skipunarár Lauk
störfum
2021 2022 2023
Starfshópur um heildstæða jafnréttisáætlun utanríkisráðuneytisins 2021 2021 0 kr.
Starfshópur um landkynningar- og menningardagskrá í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu 2021 2023 0 kr. 0 kr. 0 kr.
Matshópur vegna þróunarsamvinnuverkefna félagasamtaka 2021 2022 721.774 kr. 457.376 kr.
Matsnefnd um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins 2021 2.204.125 kr. 1.021.884 kr. 1.090.704 kr.
Samráðshópur um ljósleiðaramálefni 2021 2021 0 kr.
Matshópur vegna kynningar- og fræðsluverkefna félagasamtaka 2022 0 kr. 0 kr.
Nefnd um ráðstöfun ljósleiðaraþráða 2022 2022 0 kr.
Starfshópur til að vinna drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 2/1993 til innleiðingar á bókun 35 við EES-samninginn 2022 2023 0 kr. 1.674.172 kr.
Matshópur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu 2023 2023 738.864 kr.
Starfshópur vegna endurskoðunar á viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir flug 2023 2023 0 kr.
Starfshópur um framkvæmd vegabréfsáritana 2023 0 kr.
Nefnd um endurskoðun á regluverki varðandi vísindalegar rannsóknir í landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands 2023 0 kr.
Samráðshópur um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða 2024
Starfshópur um aðgerðir gegn gullhúðun 2024

     3.      Hefur ráðherra skoðað að leggja niður nefndir? Ef svo er, hvaða nefndir?
    Utanríkisráðherra skipar tímabundið í nefndir og starfshópa sem ekki er sérstaklega kveðið á um í lögum og miðast starfstími þeirra við framkvæmd þess verkefnis sem þeim hefur verið veitt umboð til þess að sinna. Ekki eru uppi áform um að leggja niður þær lögbundnu nefndir sem utanríkisráðherra skipar í.

    Alls fóru sex vinnustundir í að taka svarið saman.