Ferill 1163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1927  —  1163. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um tímabundið bann við námuvinnslu á hafsbotni.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hefur ráðuneytið tekið afstöðu til þess hvort það telji rétt að Ísland taki virkari þátt í starfsemi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar frá því að ráðherra svaraði fyrirspurn á þskj. 679? Hyggst ráðuneytið senda fulltrúa á ársfund stofnunarinnar nú í sumar?
     2.      Kemur til álita að Ísland taki afstöðu með hugmyndum um tímabundið bann við námuvinnslu á hafsbotni á vettvangi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar, óháð því hvort fulltrúar Íslands mæti á fundi hennar, og skipi sér þar með í hóp með Norðurlöndum að Noregi undanskildum?


Skriflegt svar óskast.