Ferill 1173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1945  —  1173. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um varðveislu bókhaldsgagna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig er eftirliti háttað með varðveislu bókhaldsgagna skv. 1. mgr. 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994?
     2.      Hefur reynt á viðurlagaákvæði vegna þess að það vantaði upp á varðveislu bókhaldsgagna samkvæmt fyrrnefndu ákvæði? Ef svo er, hversu oft og hversu háar sektir hafa verið lagðar á?
     3.      Telur ráðherra að uppfæra þurfi lög um bókhald vegna tækniþróunar og aukinnar stafvæðingar bókhaldskerfa?


Skriflegt svar óskast.