Ferill 1175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1948  —  1175. mál.




Fyrirspurn


til samstarfsráðherra Norðurlanda um rétt til fæðingarorlofs á Norðurlöndum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra það vera í samræmi við markmið um að Norðurlönd verði samþættasta svæði heims að misjafnt sé hvort réttur til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks flytjist með verðandi foreldrum eftir því hvort flutt er til Íslands eða frá Íslandi?
     2.      Hvað hefur verið gert eða er ráðgert að gera til að draga úr þeim hindrunum sem felast í því að réttindi tengd barneignum falli niður við búferlaflutninga milli norrænna ríkja?


Skriflegt svar óskast.