Ferill 1177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1950  —  1177. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um vigtun og markaðsverð sjávarafla.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hve mikið magn af veiddum fiski var endurvigtað árið 2023 og fyrstu fimm mánuði ársins 2024? Svar óskast sundurliðað eftir nytjategundum.
     2.      Hversu hátt hlutfall af veiddum fiski var endurvigtað árið 2023 og fyrstu fimm mánuði ársins 2024? Svar óskast sundurliðað eftir nytjategundum.
     3.      Hversu mikið magn og hversu hátt hlutfall af veiddum afla var selt á innlendum fiskmörkuðum árið 2023 og fyrstu fimm mánuði ársins 2024? Svar óskast sundurliðað eftir nytjategundum.
     4.      Hversu mikið magn og hversu hátt hlutfall sjávarafla var verðlagt samkvæmt ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs árið 2023 og fyrstu fimm mánuði ársins 2024? Svar óskast sundurliðað eftir nytjategundum.
     5.      Hversu mikill sjávarafli var seldur beint úr landi árið 2023 og fyrstu fimm mánuði ársins 2024? Svar óskast sundurliðað eftir nytjategundum.
     6.      Hvert var hlutfallslegt meðaltal mismunar á vigtartölu sjávarafla á hafnarvog annars vegar og samkvæmt endurvigtun hins vegar í þeim tilvikum þar sem afli var veginn fyrst á hafnarvog og síðan endurvigtaður árið 2023 og fyrstu fimm mánuði ársins 2024? Svar óskast sundurliðað eftir nytjategundum.
     7.      Hvert var heildarmagn og heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða árið 2023 og fyrstu fimm mánuði ársins 2024? Svar óskast sundurliðað eftir nytjategundum.


Skriflegt svar óskast.