Ferill 965. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1961  —  965. mál.




Svar


menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum.


     1.      Hvert er ferlið í ráðuneytinu þegar fyrirspurn skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars? Hvernig er það skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins?
    Ferlið í ráðuneytinu hefst þegar fyrirspurn skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars og er skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins. Í kjölfarið útbýr verkefnastjóri ráðherra vinnuskjal sem svarið er unnið í. Verkefnastjóri ráðherra heldur utan um fyrirspurnir til ráðherra í verkefnaskipulagi á samvinnusvæði (e. Teams). Þar er fyrirspurnum úthlutað til skrifstofustjóra og sérfræðinga eftir efni fyrirspurnar. Sérfræðingar og skrifstofustjórar stilla upp svari við fyrirspurn sem er lesið yfir af ráðherra, aðstoðarmönnum ráðherra og ráðuneytisstjóra. Þegar svarið hefur verið samþykkt er það sent til Alþingis og málinu lokað í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins. Þetta verklag er skráð, samþykkt og birt bæði í gæðahandbók og á innri vef ráðuneytisins.

     2.      Hversu langur tími leið að jafnaði undanfarin þrjú ár frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til ráðuneytið sendi forseta Alþingis skriflegt svar? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Upplýsingar um þann tíma sem tekur að svara fyrirspurn byggjast á því hvaða dag fyrirspurnin er birt á vef Alþingis og hvaða dag svar er birt á vef Alþingis. Vert er að hafa í huga að svör ráðuneytisins til Alþingis birtast ekki alltaf samdægurs á vef þingsins og getur því munað nokkrum dögum á því hvenær svar berst Alþingi og hvenær það er birt. Svar miðast við stofnun ráðuneytisins þann 1. febrúar 2022.
    Á 152. löggjafarþingi liðu að jafnaði 45,8 dagar frá því að fyrirspurn birtist á vef Alþingis þar til svar ráðuneytisins birtist á vef Alþingis. Fyrirspurnir voru 11 talsins.
    Á 153. löggjafarþingi liðu að jafnaði 56,9 dagar frá því að fyrirspurn birtist á vef Alþingis þar til svar ráðuneytisins birtist á vef Alþingis. Fyrirspurnir voru 34 talsins.
    Á 154. löggjafarþingi liðu að jafnaði 62,8 dagar frá því að fyrirspurn birtist á vef Alþingis þar til svar ráðuneytisins birtist á vef Alþingis. Fyrirspurnir voru 27 talsins.

Þingm. Mál nr. 154. löggjafarþing Dagar Meðaltal
GRÓ 1121 Verklagsreglur Ríkisútvarpsins um kynferðisbrot starfsfólks og verktaka, fsp. 16.05.2024 (þskj. 1723) ekki svarað
IÓI 1116 Verðlagsþróun innan lands, fsp. 14.05.2024 (þskj. 1705) ekki svarað
IIS 1061 Ávinningur sjálfvirknivæðingar og gervigreindar, fsp. 17.04.2024 (þskj. 1540), svar 03.06.2024 (þskj. 1765) 42
ÞSv 1011 Skýrsla starfshóps, fsp. 11.04.2024 (þskj. 1476), svar 04.06.2024 (þskj. 1780) 54
BirgÞ 1007 Aðkeypt þjónusta hjá Samkeppniseftirlitinu, fsp. 11.04.2024 (þskj. 1472)
ArnG 965 Skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum, fsp. 11.04.2024 (þskj. 1428)
BGuðm 856 Nefndir á vegum ráðuneytis og kostnaður vegna þeirra, fsp. 19.03.2024 (þskj. 1281)
BDG 823 Hatursorðræða og kynþáttahatur, fsp. 12.03.2024 (þskj. 1237), svar 15.04.2024 (þskj. 1503) 31
BGuðm 802 Styrkir til félagasamtaka, fsp. 11.03.2024 (þskj. 1216)
BGuðm 751 Kostnaður við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, fsp. 22.02.2024 (þskj. 1121)
ÓBK 686 Ríkisútvarpið og útvarpsgjöld, fsp. 08.02.2023 (þskj. 1027)
ÁsF 613 Eftirlit með fjárhagsupplýsingastofum, fsp. 23.01.2024 (þskj. 919)
BergÓ 598 Styrkir og samstarfssamningar, fsp. 22.01.2024 (þskj. 901), svar 03.06.2024 (þskj. 1767) 128
563 Ríkisútvarpið og áfengisauglýsingar, fsp. 07.12.2023 (þskj. 698), svar 22.01.2024 (þskj. 877) 35
KGaut 559 Tilkynningarskyld útlánaþjónusta og neytendalán, fsp. 07.12.2023 (þskj. 694), svar 25.01.2024 (þskj. 896) 45
ÞorbG 548 Fjárheimildir Samkeppniseftirlitsins, fsp. 04.12.2024 (þskj. 647)
BLG 441 Alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð, fsp. 26.10.2023 (þskj. 462), svar 22.01.2024 (þskj. 876) 77
FRF 429 Fjöldi starfsmanna, stöðugilda og einstaklinga í verktöku hjá Rúv, fsp. 26.10.2023 (þskj. 450), svar 21.11.2023 (þskj. 577) 25
EDS 396 Félagsleg fyrirtæki, fsp. 24.10.2023 (þskj. 408), svar 05.12.2023 (þskj. 671) 41
VilÁ 382 Framlög og hagræðingarkrafa til Ríkisútvarpsins, fsp. 17.10.2023 (þskj. 394), svar 22.01.2024 (þskj. 879) 86
IIS 365 Myndefni gervigreindar, fsp. 16.10.2023 (þskj. 376), svar 09.11.2023 (þskj. 513) 23
ÞorbG 356 Hlutfall þjóðarframleiðslu fyrirtækja og félaga sem gera upp í öðrum gjaldmiðli en krónu, fsp. 16.10.2023 (þskj. 367), svar 20.03.2024 (þskj. 1294) 96
IIS 325 Fjölþrepa markaðssetning, fsp. 09.10.2023 (þskj. 330), svar 31.10.2023 (þskj. 480) 21
ÞorbG 280 Heimild til færslu bókhalds í öðrum gjaldmiðlum en krónu, fsp. 26.09.2023 (þskj. 283) svar 06.11.2023 (þskj. 06.11.2023) 34
BLG 272 Ferðakostnaður, fsp. 26.09.2023 (þskj. 275), svar 13.02.2024 (þskj. 13.02.2024 (þskj. 1018) 134
BirgÞ 253 Útvistun verkefna Samkeppniseftirlitsins, fsp. 26.09.2023 (þskj. 256) svar 22.01.2024 (þskj. 878) 107
JPJ 15 Eftirlit með heimagistingu, fsp. (þskj. 15), svar 05.03.2024 (þskj. 1148) 88
62,8


Þingm. Mál nr. 153. löggjafarþing Dagar Meðaltal
BergÓ 1199 Styrkir og samstarfssamningar, fsp. 09.06.2023 (þskj. 2114) ekki svarað
BirgÞ 1165 Útvistun verkefna Samkeppniseftirlitsins, fsp. 08.06.2023 (þskj. 2029) ekki svarað
BjG 1143 Notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum, fsp. 01.06.2023 (þskj. 2089), svar 30.06.2023 (þskj. 1925) 29
SÞÁ 1124 Stafræn endurgerð íslensks prentmáls, fsp. 30.05.2023 (þskj. 1879), svar 30.06.2023 (þskj. 2088) 31
VilÁ 1112 Ríkisútvarpið, fsp. 23.05.2023 (þskj. 1846), svar 30.06.2023 (þskj. 2170) 38
BHar 1094 Endurmat útgjalda, fsp. 15.05.2023 (þskj. 1800), svar 08.09.2023 (þskj. 2238) 115
IIS 1083 Netöryggi, fsp. 15.05.2023 (þskj. 1788), svar 30.06.2023 (þskj. 2087) 45
JPJ 1051 Matvörugátt, fsp. 03.05.2023 (þskj. 1691), svar 30.06.2023 (þskj. 2085) 27
DME 1050 Þættirnir Skuggastríð, fsp. 03.05.2023 (þskj. 1690), svar 23.05.2023 (þskj. 1812) 20
BHar 1011 Ráð, nefndir, stjórnir, starfshópar og stýrihópar, fsp. 24.04.2023 (þskj. 1619), svar 08.09.2023 (þskj. 2283) 138
BLG 1002 Könnun á sannleiksgildi, fsp. 16.04.2023 (þskj. 1592), svar 15.05.2023 (þskj. 1756) 26
ÓBK 997 Úthlutanir úr Kvikmyndasjóði, fsp. 18.04.2023 (þskj. 1582), svar 01.06.2023 (þskj. 1874) 44
HS 934 Sjóðir á vegum ráðuneytisins og stofnana þess, fsp. 29.03.2023 (þskj. 1464), svar 03.06.2023 (þskj. 2083) 92
SigurjÞ 865 Safnahúsið á Sauðárkróki, fsp. 20.03.2023 (þskj. 1357), svar 24.04.2023 (þskj. 1549) 32
BLG 851 Fjárveitingar vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni, fsp. 14.03.2023 (þskj. 1320), svar 24.04.2023 (þskj. 1596) 38
ÞorbG 815 Íslandsbanki og samþjöppun á fjármálamarkaði, fsp. 07.03.2023 (þskj. 1257), svar 23.05.2023 (þskj. 1813) 40
VE 811 Fulltrúi í sendiráði Íslands í Brussel, fsp. 06.03.2023 (þskj. 1250), svar 03.04.2023 (þskj. 1451) 28
ÁsF 752 Ráðning starfsfólks með skerta starfsorku, fsp. 21.02.2023 (þskj. 1145), svar 15.05.2023 (þskj. 1755) 81
IIS 731 Takmörkun á óhóflegum innheimtukostnaði, fsp. 09.02.2023 (þskj. 1107), svar 14.04.2023 (þskj. 1595) 77
BLG 668 Endurgreiðslur vegna útgáfu bóka á íslensku, fsp. 31.01.2023 (þskj. 1038), svar 02.05.2023 (þskj. 1639) 95
IIS 654 Aðgengi íslenskra neytenda að netverslun á EES-svæðinu, fsp. 31.01.2023 (þskj. 1024), svar 14.03.2023 (þskj. 1305) 45
IIS 652 Hindranir fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli, fsp. 31.0.2023 (þskj. 1022), svar 07.03.2023 (þskj. 1246) 34
DME 603 Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar um samkeppnismat, fsp. 24.01.2023 (þskj. 966), svar 14.03.2023 (þskj. 1311) 49
IngS 571 Verðupplýsingar tryggingafélaga, fsp. 09.12.2022 (þskj. 764), svar 09.02.2023 (þskj. 1073) 59
DME 566 Skipulag og stofnanir ráðuneytisins, fsp. 08.12.2022 (þskj. 748), svar 15.03.2023 (þskj. 1310) 66
HVH 519 Fjölgun starfsfólks og embættismanna, fsp. 28.11.2022 (þskj. 635), svar 23.02.2023 (þskj. 1180) 87
BLG 448 Áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum, fsp. 15.11.2022 (þskj. 523), svar 15.05.2023 (þskj. 1750) 181
IngS 413 Stjórnmálamenn í þáttum Ríkisútvarpsins, fsp. 08.11.2022 (þskj. 461), svar 02.12.2022 (þskj. 558) 24
OPJ 410 Listamannalaun, fsp. 08.11.2022 (þskj. 458), svar 12.12.2022 (þskj. 698) 34
JSIJ 379 Menningarsamningur við Akureyrarbæ, fsp. 20.10.2022 (þskj. 397), svar 02.12.2022 (þskj. 623) 43
ÞorbG 343 Heimild til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli, fsp. 17.10.2022 (þskj. 355), svar 13.12.2022 (þskj. 719) 57
ÞKG 338 Skuldbindingar vegna stöðlunar, fsp. 17.10.2022 (þskj. 350), svar 09.12.2022 (þskj. 646) 43
BLG 237 Ferðakostnaður og dagpeningar ráðherra, fsp. 29.09.2022 (þskj. 238), svar 09.12.2022 (þskj. 669) 62
JPJ 191 Skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar, fsp. 22.09.2022 (þskj. 192), svar 07.11.2022 (þskj.) 41
56,9

Þingm. Mál nr. 152. löggjafarþing Dagar Meðaltal
ÁLÞ 736 Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, fsp. 14.06.2022 (þskj. 1282), svar 30.06.2022 (þskj. 1418) 16
DME 732 Skýrsla OECD um samkeppnismat íslenskrar ferðaþjónustu og byggingariðnaðar, fsp. 13.06.2022 (þskj. 1233) ekki svarað
LRM 674 Endurgerð skipsins Maríu Júlíu, fsp. 16.05.2022 (þskj. 1007) svar 07.06.2022 (þskj. 1172) 22
DA 664 Íslenski dansflokkurinn, fsp. 08.04.2022 (þskj. 902) svar 16.05.2022 (þskj. 989) 38
ÞorbG 641 Skaðabótaréttur vegna samkeppnislagabrota, fsp. 08.04.2022 (þskj. 898), svar 23.05.2022 (þskj. 1049) 45
HJG 552 Skipan í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h., fsp. 30.03.2022 (þskj. 785), svar 09.06.2022 (þskj. 1190) 71
HJG 543 Rekstur skáldahúsa á Íslandi, fsp. 30.03.2022 (þskj. 775), svar 30.05.2022 (þskj. 1074) 61
HJG 542 Amtsbókasafnið á Akureyri, fsp. 30.03.2022 (þskj. 744), svar 16.05.2022 (þskj. 988) 47
DME 521 Njósnaauglýsingar, fsp. 28.03.2022 (þskj. 748), svar 16.05.2022 (þskj. 975) 49
ÁLÞ 345 Samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra, fsp. 09.02.2022 (þskj. 485), svar 25.04.2022 (þskj. 900) 83
SDG 309 Ferðagjöf, fsp. 02.02.2022 (þskj. 430), svar 01.03.2022 (þskj. 586) 26
45,8

     3.      Hvaða aðilar í ráðuneytinu sjá um vinnslu skriflegra svara, frágang þeirra, yfirlestur og sendingu til forseta Alþingis? Hversu langan tíma tók hvert þessara skrefa að jafnaði undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Eins og fram kemur í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar eru það sérfræðingar ráðuneytisins og skrifstofustjórar sem sjá um vinnslu og frágang skriflegra svara við fyrirspurnum alþingismanna. Mjög stór hluti fyrirspurna kallar á upplýsingar frá einhverri eða einhverjum stofnunum ráðuneytisins og jafnvel frá þeim öllum. Í þeim tilvikum er áhersla lögð á að þeir sem koma að vinnslu svars sendi upplýsingabeiðni til hlutaðeigandi stofnunar eða stofnana eins fljótt og kostur er, með hæfilegum tímamörkum miðað við svarfrest Alþingis. Upplýsingabeiðnirnar geta kallað á mikla vinnu innan hlutaðeigandi stofnana. Þegar ráðuneytinu hafa borist nauðsynlegar upplýsingar frá stofnununum þarf að leggja mat á og vinna úr þeim svörum, upplýsingum og gögnum, huga að samræmi og framsetningu og færa í það form sem áskilið er fyrir svör við skriflegum fyrirspurnum alþingismanna. Þá lesa ráðherra, aðstoðarmenn ráðherra og ráðuneytisstjóri yfir svör við fyrirspurnum og samþykkja þau. Verkefnastjóri ráðherra heldur utan um mál bæði í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins og á Teams-svæði og sér að lokum um lokafrágang og sendingu til forseta Alþingis.
    Ráðuneytið hefur ekki skráð hversu langan tíma það tók að jafnaði að vinna svörin.