Ferill 1184. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1981  —  1184. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um verkjastillingu einstaklinga með endómetríósu.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvenær var ákvörðun tekin um að takmarka aðgang einstaklinga með endómetríósu að verkjastillingu með stungulyfjum á kvennadeild Landspítalans?
     2.      Hvaða gögn liggja að baki ákvörðun kvennadeildar Landspítalans að takmarka aðgang einstaklinga með endómetríósu að stungulyfjum?
     3.      Gætir mismununar á milli sjúkdómsgreininga hvað varðar stungulyf á kvennadeild Landspítalans?
     4.      Var haft samráð við helstu hagsmunaaðila, svo sem Endósamtökin, vegna ákvörðunarinnar?
     5.      Hvaða þjónustu og verkjastillingu er sjúklingum með endómetríósu boðin í stað stungulyfja eftir að ákvörðun var tekin um að takmarka aðgang þeirra að lyfjunum?


Skriflegt svar óskast.