Ferill 1185. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1982  —  1185. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um rafíþróttir.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hefur verið gerð úttekt á áhrifum alþjóðlegra rafíþróttamóta sem haldin hafa verið hérlendis á íslenskan efnahag, sér í lagi með tilliti til gjaldeyristekna af slíkum mótum?
     2.      Er unnið að því að taka rafíþróttir til greina í stjórnsýslu íþróttamála? Ef svo er, hvað líður þeirri vinnu og í hverju felst hún?
     3.      Hvað hefur verið gert til að styrkja umgjörð og innviði rafíþrótta á Íslandi frá því að sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf núverandi ríkisstjórnarflokka var undirritaður? Hvaða aðgerðir til eflingar innviðum rafíþrótta stendur til að ráðast í það sem eftir lifir þessa kjörtímabils?
     4.      Hversu mörg íslensk íþróttafélög halda úti skipulögðu rafíþróttastarfi?


Skriflegt svar óskast.