Ferill 1186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1983  —  1186. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um fríverslunarsamning við Ísrael.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver er ástæða þess að ekki er að finna tilvísun í mannréttindi í inngangsorðum fríverslunarsamnings við Ísrael, sem ásamt fríverslunarsamningi við Mexíkó er eini fríverslunarsamningur EFTA sem ekki er með slíkt ákvæði í inngangsorðum sínum, sbr. svar á 153. löggjafarþingi (251. mál)?
     2.      Kemur til álita að endurskoða fríverslunarsamning við Ísrael í ljósi þess að til rannsóknar er hvort framferði ísraelskra stjórnvalda á Gaza geti talist þjóðarmorð?


Skriflegt svar óskast.