Ferill 832. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.








Lög



um brottfall laga um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997.


________




1. gr.

    Lög um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997, falla úr gildi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2025. Frá sama tíma tekur Háskólinn á Akureyri við eignum og skuldbindingum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er samtímis lögð niður, ásamt embætti forstöðumanns stofnunarinnar.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Starfsfólk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar sem er í starfi við gildistöku laga þessara verður starfsfólk Háskólans á Akureyri með sömu ráðningarkjörum og áður giltu. Ákvæði 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, gilda ekki um ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.



_____________







Samþykkt á Alþingi 21. júní 2024.