Ferill 1078. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2026  —  1078. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2024, sbr. lög nr. 17/2024.

Frá Stefáni Vagni Stefánssyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
29 Fjölskyldumál
     1.      Við 29.20 Fæðingarorlof
    07 Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
600,0 350,0 950,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
600,0 350,0 950,0

Greinargerð.

    Tillaga þessi er gerð í kjölfar tillögu meiri hluta velferðarnefndar um breytingu á þingmáli 910 um að hækkun á hámarksgreiðslum vegna fæðingarorlofs taki til allra þeirra foreldra sem eiga ótekið fæðingarorlof miðað við 1. apríl sl. Í forsendum frumvarpsins var miðað við að hámarkið tæki aðeins til barna sem fæðast frá og með 1. apríl. Með þessari breytingartillögu er gert ráð fyrir að útgjöldin geti hækkað um 350 m.kr. til viðbótar við þær 600 m.kr. sem fram koma í frumvarpinu þar sem hækkunin tekur bæði til þeirra sem eiga ótekið fæðingarorlof sem og til þeirra foreldra sem eignast barn frá og með 1. apríl sl.