Ferill 831. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2079  —  831. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Náttúruverndar- og minjastofnun.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (BjarnJ, OPJ, HSK, IÓI, NTF, VilÁ, ÞorbG, ÞSv).


     1.      1. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

        Náttúruverndarstofnun.

                  Náttúruverndarstofnun er ríkisstofnun undir yfirstjórn ráðherra.
                  Náttúruverndarstofnun fer með stjórnsýslu og eftirlit sem og önnur verkefni á sviði náttúruverndar, líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbærrar þróunar, friðlýstra svæða, þ.m.t. þjóðgarða, verndar villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Stofnunin skal í starfsemi sinni vinna að markmiðum þeirra laga sem hún starfar eftir, stefnu stjórnvalda á þeim málefnasviðum sem um ræðir og þeim alþjóðlegu samningum sem snerta viðfangsefni stofnunarinnar. Auk þess sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar sem og eftirliti á framangreindum sviðum.
     2.      Við 2. gr. Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ tvívegis í 1. mgr. og „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í 4. mgr. komi, í viðeigandi falli: Náttúruverndarstofnun.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Náttúruverndarstofnun veitir ráðherra ráðgjöf, m.a. við undirbúning laga, stjórnvaldsfyrirmæla, veiðistjórnunar og annarra verkefna á sviði náttúruverndar.
                  b.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ í 2. mgr. komi: Náttúruverndarstofnunar.
                  c.      2. tölul. 2. mgr. orðist svo: Gerð og framfylgd stjórnunar- og verndaráætlana auk annarra áætlana og ráðstafana sem miða að verndun náttúru, villtra fugla og spendýra.
                  d.      5. og 6. tölul. 2. mgr. falli brott.
                  e.      Í stað orðanna „náttúru- og menningarminjar“ í 8. tölul. komi: náttúru.
                  f.      9. tölul. orðist svo: Fræðsla, söfnun og miðlun upplýsinga.
                  g.      3. mgr. orðist svo:
                     Áhersla skal lögð á að starfsemi stofnunarinnar styðji við rannsóknir á náttúru í víðum skilningi.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ í 1. og 3. mgr. og „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í 4. mgr. komi, í viðeigandi falli: Náttúruverndarstofnun.
                  b.      A-liður 1. mgr. falli brott.
                  c.      2. mgr. falli brott.
                  d.      Í stað orðsins „minjar“ í 4. mgr. komi: náttúruminjar.
     5.      5. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2025 og tekur þá Náttúruverndarstofnun til starfa. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002, og verður þá embætti forstöðumanns stofnunarinnar lagt niður. Á sama tíma verður Vatnajökulsþjóðgarður ekki lengur sjálfstæð ríkisstofnun og embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs lagt niður. Náttúruverndarstofnun tekur við hlutverki, verkefnum, réttindum og skyldum, eignum og skuldbindingum Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt þeim hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og veiðistjórnun.
     6.      Við 6. gr.
                  a.      Við 1. tölul.
                      1.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í a-, b- og 3. mgr. d-liðar komi: Náttúruverndarstofnun.
                      2.      Á undan orðunum „í samvinnu við“ í a-lið komi: m.a.
                      3.      C-liður orðist svo: 2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
                             Ráðherra skipar fagráð náttúruminjaskrár til fimm ára í senn. Skal ráðið skipað sjö fulltrúum. Náttúruverndarstofnun, Minjastofnun Íslands, Land og skógur, Hafrannsóknastofnun, Samtök náttúrustofa og náttúru- og umhverfisverndarsamtök tilnefna einn fulltrúa hver. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Fulltrúar í fagráði náttúruminjaskrár og varamenn þeirra skulu hafa háskólamenntun á sviði náttúrufræða nema fulltrúi Minjastofnunar Íslands sem skal vera fornleifafræðingur eða hafa sambærilega menntun sem lýtur að varðveislu menningarminja. Fagráð náttúruminjaskrár skal vera Náttúrufræðistofnun til ráðgjafar um gerð tillögu um minjar á náttúruminjaskrá. Náttúrufræðistofnun annast umsýslu vegna starfs fagráðsins.
                      4.      Í stað orðanna „Ráðherra er heimilt að“ í 1. mgr. d-liðar komi: Ráðherra skal.
                  b.      2. tölul. orðist svo: Lög um menningarminjar, nr. 80/2012: Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 4. mgr. 23. gr. laganna kemur: Náttúruverndarstofnun.
                  c.      3. tölul. falli brott.
                  d.      Við 4. tölul.
                      1.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í 1. tölul. og tvívegis í 2. tölul. a-liðar og í 2. mgr. c-liðar komi: Náttúruverndarstofnun.
                      2.      Í stað 3. og 4. mgr. c-liðar komi ein ný málsgrein, svohljóðandi:
                             Í svæðisstjórn skulu sitja átta fulltrúar: formenn allra svæðisráða þjóðgarðsins, einn fulltrúi tilnefndur af náttúru- og umhverfisverndarsamtökum, einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum og tveir fulltrúar skipaðir af ráðherra án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður svæðisstjórnar. Varaformaður er skipaður af ráðherra sem varamaður formanns og varamenn annarra fulltrúa skulu tilnefndir og skipaðir á sama hátt og aðalmenn. Skal annar fulltrúinn sem skipaður er án tilnefningar hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af ferðamálasamtökum á starfssvæði þjóðgarðsins og Samtökum ferðaþjónustunnar skal eiga áheyrnaraðild að fundum stjórnar.
                      3.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ og „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í 2. tölul. g-liðar, i-, l-, m-, n- og o-lið og tvívegis í q-lið komi, í viðeigandi falli: Náttúruverndarstofnun.
                      4.      K-liður falli brott.
                      5.      Við l-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ávallt skal hafa samráð við viðkomandi þjóðgarðsvörð.
                  e.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ í 5. tölul. komi: Náttúruverndarstofnunar.
                  f.      Við 6. tölul.
                      1.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnun“ og „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ í a- og c-lið komi, í viðeigandi falli: Minjastofnun Íslands.
                      2.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í b-lið komi: Náttúruverndarstofnun.
                      3.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað orðsins „þjóðminjaráðs“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: Minjastofnunar Íslands.
                  g.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í 7. tölul. komi: Náttúruverndarstofnun.
                  h.      8.–13. tölul. falli brott.
                  i.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ og „Náttúruverndar- og minjastofnun“ í 14. og 15. tölul., tvívegis í 16. tölul., í 17.–21. tölul. og tvívegis í 22. tölul. komi, í viðeigandi falli: Náttúruverndarstofnun.
                  j.      Við b-lið 22. tölul. bætist: og Minjastofnunar Íslands.
                  k.      23. tölul. falli brott.
     7.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      1. og 2. mgr. orðist svo:
                     Starfsfólk Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs sem er í starfi við gildistöku laga þessara og sinnir þeim verkefnum sem færast til Náttúruverndarstofnunar samkvæmt lögum þessum þegar Umhverfisstofnun er lögð niður og Vatnajökulsþjóðgarður er lagður niður sem sjálfstæð stofnun skal eiga forgangsrétt til starfa í Náttúruverndarstofnun þegar hún tekur til starfa. Ákvæði 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, um auglýsingaskyldu gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.
                     Starfsfólk Umhverfisstofnunar ogVatnajökulsþjóðgarðs sem ráðið verður til starfa hjá Náttúruverndarstofnun heldur réttindum sem það hefur áunnið sér til námsleyfis og um lengdan uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningnum þar sem miðað er við samfellt starf hjá sömu stofnun.
                  b.      Í stað orðanna „Náttúruverndar- og minjastofnunar“ tvívegis í 3. mgr. komi: Náttúruverndarstofnunar.
     8.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um Náttúruverndarstofnun.