Ferill 831. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2094  —  831. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 2079 [Náttúruverndar- og minjastofnun].

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      B-liður 4. tölul. falli brott.
     2.      Efnisgrein 5. tölul. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2025 og tekur þá Náttúruverndarstofnun til starfa. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002, og verður þá embætti forstöðumanns stofnunar lagt niður. Á sama tíma verða Vatnajökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn á Þingvöllum ekki lengur sjálfstæðar ríkisstofnanir og embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs er lagt niður. Náttúruverndarstofnun tekur við hlutverki, verkefnum, réttindum og skyldum, eignum og skuldbindingum Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsins á Þingvöllum ásamt þeim hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og veiðistjórnun.
     3.      C-liður 6. tölul. falli brott.

Greinargerð.

    Lagt er til að ákvæði um þjóðgarðinn á Þingvöllum haldist inni í frumvarpinu svo að ný Náttúruverndarstofnun standi undir nafni. Þær breytingar sem lengi hafa verið í farvatninu miða að því að einfalda, auka skilvirkni, samræma ásýnd, hafa yfirsýn og nýta samlegð þeirra aðila sem koma að málaflokknum og þar með að styrkja stöðu friðlýstra svæða í landinu. Það er löngu tímabært að sameina þá starfsemi undir einum hatti og skipa málaflokknum þann sess sem hann á skilið í stjórnkerfinu.
    Staða Þingvallanefndar er arfur frá þeirri tíð þegar þjóðgarðinum var komið á með lögum um friðun Þingvalla, nr. 59/1928. Á þeim tíma var engum stofnunum til að dreifa sem gátu séð um friðlýst svæði og því skiljanleg ráðstöfun að setja þá umsjón í hendur Alþingis. Nú hefur slíkum verkefnum hins vegar verið komið fyrir á of mörgum stöðum í stjórnkerfinu, sem endurspeglast í því að frumvarpsdrög ráðherrans ná til fjögurra stofnana. Sóknarfæri í sameiningu á þessu sviði eru augljós.