Ferill 910. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2100  —  910. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi (stuðningur við kjarasamninga).

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


    Við 1. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við 1. mgr. 24. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hækkanir á mánaðarlegum greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði taka til allra foreldra sem rétt eiga til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði þegar hækkanir taka gildi. Ekki skal miða hækkanir við fæðingardag barns.