Ferill 1130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.








Lög



um breytingu á ýmsum lögum vegna framhalds á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.


________




I. KAFLI
Breyting á lögum um tímabundinn rekstrarstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 15/2024.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „júní“ í inngangsmálslið kemur: desember.
     b.      Í stað „40%“ í 1. málsl. 2. tölul. kemur: 20%.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „þeim almanaksmánuði sem umsókn varðar“ í b-lið kemur: nóvember 2023.
     b.      Við c-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef tekjufall skv. 2. tölul. 4. gr. var á bilinu 50–100% skal tekjufall samkvæmt þessum staflið reiknast 100%.

3. gr.

    Í stað orðanna „30. september 2024“ í 6. gr. laganna kemur: 31. mars 2025.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „lögum þessum“ kemur: vegna almanaksmánaðar frá nóvember 2023 til og með júní 2024.
     b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef aðili sem fengið hefur rekstrarstuðning samkvæmt lögum þessum vegna almanaksmánaðar frá júlí til og með desember 2024 greiðir út arð, kaupir eigin hlutabréf eða ráðstafar með öðrum hætti fé til eigenda sinna, öðruvísi en í formi launa eða til samræmis við skuldbindingu sem stofnað var til fyrir 5. júní 2024, fyrir 1. janúar 2026 skal hann endurgreiða þann rekstrarstuðning sem hann hefur fengið.

5. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Skatturinn skal endurákvarða þegar ákvarðaðan rekstrarstuðning samkvæmt lögum nr. 15/2024 fyrir almanaksmánuðina nóvember 2023 til og með júní 2024 ef lög þessi leiða til þess að rekstraraðili hafi átt rétt á meiri stuðningi en honum var ákvarðaður.

II. KAFLI
Breyting á lögum um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 94/2023.

6. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „30. september 2024“ í 1. málsl. 4. mgr. 10. gr. laganna kemur: 31. mars 2025.

7. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2024“ í 4. mgr. 15. gr. laganna kemur: 31. desember 2024.

III. KAFLI
Breyting á lögum um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 87/2023.

8. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „30. júní“ í 1. málsl. 1. gr. laganna kemur: 31. ágúst.

9. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „30. september“ í 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: 30. nóvember.

10. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „30. júní“ í 3. mgr. 12. gr. laganna kemur: 31. ágúst.

11. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.





_____________







Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.