Ferill 1160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.








Lög



um breytingu á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna (hækkun launa).


________




I. KAFLI

Breyting á lögum um laun forseta Íslands, nr. 10/1990.

1. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar ,,2,5%“ og ártalsins ,,2023“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða II í lögunum kemur: 66.000 kr.; og: 2024.

II. KAFLI

Breyting á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995.

2. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar ,,2,5%“ og ártalsins ,,2023“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða II í lögunum kemur: 66.000 kr.; og: 2024.

III. KAFLI

Breyting á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.

3. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 16. gr. skulu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra hækka um 66.000 kr. frá og með 1. júlí 2024 í stað hlutfallslegrar hækkunar samkvæmt ákvæðunum hinn 1. júlí 2024. Laun ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu hækka um 66.000 kr. frá og með 1. júlí 2024 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðunum hinn 1. júlí 2024 og þar af skal hækkun fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 17.378 kr. Laun annarra ráðuneytisstjóra hækka um 66.000 kr. frá og með 1. júlí 2024 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðunum hinn 1. júlí 2024 og þar af skal hækkun fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 16.476 kr.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016.

4. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða X í lögunum orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 44. gr. skulu laun forseta Hæstaréttar, varaforseta Hæstaréttar, annarra hæstaréttardómara, forseta Landsréttar, varaforseta Landsréttar, annarra landsréttardómara, dómstjórans í Reykjavík, varadómstjórans í Reykjavík, dómstjóra utan Reykjavíkur og annarra héraðsdómara hækka um 66.000 kr. frá og með 1. júlí 2024 í stað hlutfallslegrar hækkunar samkvæmt ákvæðinu hinn 1. júlí 2024. Þar af skal hækkun fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 17.303 kr. hjá forseta Hæstaréttar, 16.028 kr. hjá varaforseta Hæstaréttar, 16.441 kr. hjá öðrum hæstaréttardómurum, 17.378 kr. hjá forseta Landsréttar, 16.750 kr. hjá varaforseta Landsréttar, 17.174 kr. hjá öðrum landsréttardómurum, 18.702 kr. hjá dómstjóranum í Reykjavík, 14.401 kr. hjá varadómstjóranum í Reykjavík, 17.299 kr. hjá dómstjórum utan Reykjavíkur og 14.782 kr. hjá öðrum héraðsdómurum.

V. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

5. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða XII í lögunum orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. og 4. mgr. 20. gr., 4. mgr. 22. gr. og 7. mgr. 24. gr. skulu laun ríkissaksóknara, vararíkissaksóknara, annarra saksóknara hjá ríkissaksóknara, héraðssaksóknara, varahéraðssaksóknara, saksóknara sem stýrir sviði eða skrifstofu, annarra saksóknara hjá héraðssaksóknara og lögreglustjóra hækka um 66.000 kr. frá og með 1. júlí 2024 í stað hlutfallslegrar hækkunar samkvæmt ákvæðunum hinn 1. júlí 2024. Þar af skal hækkun fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 16.441 kr. hjá ríkissaksóknara, 14.307 kr. hjá vararíkissaksóknara, 16.276 kr. hjá öðrum saksóknurum hjá ríkissaksóknara, 16.268 kr. hjá héraðssaksóknara, 15.468 kr. hjá varahéraðssaksóknara, 16.276 kr. hjá saksóknara sem stýrir sviði eða skrifstofu, 16.276 kr. hjá öðrum saksóknurum hjá héraðssaksóknara, 13.200 kr. hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, 13.198 kr. hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, 18.173 kr. hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og 21.999 kr. hjá öðrum lögreglustjórum.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.

6. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „2,5%“ og ártalsins „2023“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum kemur: 66.000 kr.; og: 2024.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938.

7. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 7. mgr. 20. gr. skulu laun ríkissáttasemjara hækka um 66.000 kr. frá og með 1. júlí 2024 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðinu hinn 1. júlí 2024 og þar af skal hækkun fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 15.860 kr.

8. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.



_____________







Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.