Ferill 813. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2145  —  813. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Teiti Birni Einarssyni um löggæslukostnað í tengslum við skemmtanahald.


    Við vinnslu svars við fyrirspurninni óskaði dómsmálaráðuneytið eftir upplýsingum frá öllum staðbundnu lögregluembættunum og byggjast svörin á þeim upplýsingum.

     1.      Telur ráðherra tilefni til þess að setja samræmda gjaldskrá fyrir öll lögregluembætti þar sem kveðið er nánar á um innheimtu löggæslukostnaðar við skemmtanahald?
    Samræmd gjaldskrá hefur ekki enn þá komið til skoðunar, þrátt fyrir heimildarákvæði 7. mgr. 34. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Kostnaður er breytilegur eftir tegund viðburða, tímasetningu, hvernig nauðsynlegri gæslu er háttað hverju sinni og fleira og því kynni það að vera vandkvæðum bundið að setja samræmda gjaldskrá enda gert ráð fyrir að lögregluembættin meti sjálf og rökstyðji þann aukakostnað sem hlýst af aukinni löggæslu í tengslum við viðburð.

     2.      Hvernig er samræmi tryggt nú á milli níu lögregluembætta þannig að um sambærilegar skemmtanir og atburði gildi sömu reglur og kostnaður innheimtur með sambærilegum hætti?
    Meginreglan samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016, er að kostnaður vegna löggæslu á skemmtun eða atburði greiðist úr ríkissjóði af viðkomandi lögreglustjóra, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 34. gr. reglugerðarinnar.
    Ekki hefur verið sett sérstakt verklag hvað þetta varðar en í reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald eru leiðbeiningar um hvað teljist hefðbundin almenn löggæslustörf og til hvaða kostnaðar hin aukna löggæsla getur náð, sbr. 34. gr. reglugerðarinnar. Þar kemur jafnframt fram að heimilt er að kveða nánar á um gjaldtöku samkvæmt þessari grein í gjaldskrá sem ráðherra setur. Slík gjaldskrá hefur ekki verið sett líkt og kemur fram í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar.

     3.      Hvernig er eftirliti háttað með lögregluembættum svo að tryggt sé að samráð sé haft við umsækjendur, meðalhófs gætt og aðilum ekki íþyngt með kostnaði umfram það sem eðlilegt getur talist?
    Hér vísast meðal annars til IV. kafla laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, þar sem koma fram ákvæði um almennar stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra. Ekki er viðhaft sérstakt eftirlit hvað þennan þátt varðar og í því sambandi vísast til þess að lögreglustjórar hjá hverju embætti fara með lögreglustjórn á sínu svæði skv. 6. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996.

     4.      Hvaða kostnaður hefur verið innheimtur, sundurliðað eftir lögregluembættum og viðburðum, við löggæslu skemmtana (samkvæmt tækifærisleyfi) sl. þrjú ár?
    Eftirgreint eru svör einstakra lögregluembætta við fyrirspurninni.

Tafla 1. Innheimtur kostnaður við löggæslu við viðburði/skemmtanir, heildarupphæðir hvers árs eftir embættum.

2021 2022 2023
Lögreglustjórinn á Suðurlandi 0 kr. (COVID-19) 2.068.280 kr. 1.284.864 kr.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum 417.500 kr. 6.155.000 kr. 6.904.936 kr.
Lögreglustjórinn á Austurlandi 331.844 kr. 365.389 kr. 0 kr.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki innheimt kostnað vegna aukinnar löggæslu í tengslum við skemmtanir sl. 3 ár.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki innheimt kostnað vegna aukinnar löggæslu í tengslum við skemmtanir sl. 3 ár.
Lögreglan á Vesturlandi hefur ekki innheimt kostnað vegna aukinnar löggæslu í tengslum við skemmtanir sl. 3 ár.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur ekki innheimt kostnað vegna aukinnar löggæslu í tengslum við skemmtanir sl. 3 ár.
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur ekki innheimt kostnað vegna aukinnar löggæslu í tengslum við skemmtanir sl. 3 ár.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki innheimt kostnað vegna aukinnar löggæslu í tengslum við skemmtanir sl. 3 ár.

Tafla 2. Innheimtur kostnaður við löggæslu eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi.

Kótelettan, tónlistarhátíð, Selfossi Landsmót hestamanna, Hellu
2021 0 kr. Á ekki við
2022 827.712 kr. 1.241.568 kr.
2023 1.284.864 kr. Á ekki við

Tafla 3. Innheimtur kostnaður við löggæslu eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.
Goslok 1 Þjóðhátíð 2
2021 417.500 kr. 0 kr. (Covid-19)
2022 415.000 kr. 5.740.000 kr.
2023 608.936 kr. 6.296.000 kr.

Tafla 4. Innheimtur kostnaður við löggæslu eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans á Austurlandi. 3
Bræðslan Borgarfirði eystri Franskir dagar – Fáskrúðsfjörður LungA – Seyðisfjörður Stöð í stöð – Stöðvarfjörður
2021 86.568 kr. 86.568 kr. 86.568 kr. 72.140 kr.
2022 98.532 kr. 135.481 kr. 131.376 kr. Ekki haldin þetta ár
2023 4 0 kr. 0 kr. 0 kr. 0 kr.

     5.      Hvaða kostnaður hefur fallið til við löggæslu einstakra skemmtana til viðbótar við sundurliðun skv. 4. tölul., hvaða hluti hans er innheimtur og hvernig er hann sundurliðaður eftir eftirfarandi útgjöldum:
                  a.      laun lögreglumanna að teknu tilliti til launatengdra gjalda,
                  b.      dagpeningar lögreglumanna meðan á löggæslu stendur,
                  c.      kostnaður sem fellur til vegna aksturs um skemmtanasvæði,
                  d.      kostnaður vegna uppsetningar nauðsynlegs tækjabúnaðar, svo sem fjarskiptakerfa eða síma- og tölvubúnaðar,
                  e.      kostnaður vegna uppsetningar nauðsynlegrar vinnuaðstöðu fyrir lögreglu, svo sem skúra eða annarra vistarvera?

    Rétt er að taka fram að skv. 2. mgr. 34. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald þá á sá sem stendur fyrir skemmtun eða atburði sem aðgangur er seldur að með einum eða öðrum hætti að endurgreiða lögreglustjóra þann kostnað er leiðir af aukinni löggæslu vegna þess, umfram það sem eðlilegt má telja.
    Flest lögregluembættin gera þann fyrirvara við samantekt sína að ekki sé unnt með góðu móti að greina og sundurliða í smáatriðum allan þann kostnað sem fellur til við löggæslu í tengslum við einstaka viðburði. Ástæða þess sé sú að ekki sé unnt að gera skýran greinarmun á föstum kostnaði vegna almennrar löggæslu og tilfallandi kostnaði vegna viðburða. Jafnframt er sá fyrirvari gerður við samantektina að tiltaldir kostnaðarliðir séu ekki tæmandi og að í einhverjum tilfellum sé um áætlaðan kostnað að ræða, svo sem er varðar notkun ökutækja og fleira.

Tafla 5. Kostnaður sem féll til við löggæslu sl. 3 ár eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.

Goslok Þjóðhátíð
2021 539.184 0 (COVID-19)
2022 562.128 11.607.137
2023 642.432 12.840.368

Tafla 6. Sundurliðun framangreinds kostnaðar hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.

Laun lögreglumanna að teknu tilliti til launatengdra gjalda 5 Dagpeningar lögreglumanna meðan á löggæslu stendur 6 Kostnaður vegna aksturs um skemmtanasvæði 7 Kostnaður vegna uppsetningar tækjabúnaðar Kostnaður vegna uppsetningar vinnuaðstöðu
Goslok 2021 539.184 0 0 0 0
Þjóðhátíð 2021 (ekki haldin v. COVID-19) 0 0 0 0 0
Goslok 2022 562.128 0 0 0 0
Þjóðhátíð 2022 9.129.417 2.316.915 160.805 0 0
Goslok 2023 642.432 0 0 0 0
Þjóðhátíð 2023 9.923.280 2.735.778 181.310 0 0

Tafla 7. Kostnaður sem féll til við löggæslu sl. 3 ár eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans á Austurlandi. 8

Bræðslan Franskir dagar LungA Stöð í stöð
2021 1.356.232 kr. 221.967 kr. 1.998.278 kr. 252.490 kr.
2022 1.149.540 kr. 194.778 kr. 2.003.152 kr. Ekki haldin þetta ár
2023 3.005.664 kr. 412.472 kr. 2.730.344 kr. 401.520 kr.

Tafla 8. Sundurliðun framangreinds kostnaðar hjá embætti lögreglustjórans á Austurlandi. 9

Laun lögreglumanna að teknu tilliti til launatengdra gjalda Dagpeningar lögreglumanna meðan á löggæslu stendur 10 Kostnaður vegna aksturs um skemmtanasvæði Kostnaður vegna uppsetningar tækjabúnaðar Kostnaður vegna uppsetningar vinnuaðstöðu
Bræðslan 2021 1.182.708 kr. 84.000 kr.
Franskir dagar 2021 169.857 kr. 39.200 kr.
LungA 2021 1.742.607 kr. 42.000 kr.
Stöð í stöð 2021 220.185 kr. 39.200 kr.
Bræðslan 2022 880.740 kr. 95.592 kr.
Franskir dagar 2022 175.770 kr. 44.610 kr.
Lunga 2022 1.588.440 kr. 47.796 kr.
Stöð í stöð 2022 Ekki haldin þetta ár.
Bræðslan 2023 1.736.274 kr. 133.542 kr.
Franskir dagar 2023 238.572 kr. 62.320 kr.
LungA 2023 1.577.226 kr. 66.771 kr.
Stöð í stöð 2023 231.945 kr. 62.320 kr.

Tafla 9. Kostnaður sem féll til við löggæslu sl. 3 ár eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 11

Bíladagar á Akureyri júní Verslunarmannahelgin – Ein með öllu á Akureyri Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ágúst Mærudagar Húsavík
2021 Upplýsingar liggja ekki fyrir.
2022 Upplýsingar liggja ekki fyrir.
2023 6.246.000 kr. 5.508.900 kr. 15.405.072 kr. 5.553.656 kr.

Tafla 10. Sundurliðun framangreinds kostnaðar hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Laun lögreglumanna að teknu tilliti til launatengdra gjalda Dagpeningar lögreglumann a meðan á löggæslu stendur (matur) Kostnaður vegna aksturs um skemmtanasvæði (akstur og bílakostnaður) Kostnaður vegna uppsetningar tækjabúnaðar Kostnaður vegna uppsetningar vinnuaðstöðu
Bíladagar 2023 5.871.000 kr. 125.000 kr. 250.000 kr.
Ein með öllu 2023 5.283.900 kr. 75.000 kr. 150.000 kr.
Fiskidagurinn mikli 2023 12.802.752 kr. 235.000 kr. 531.800 kr. 1.835.520 kr.
    

Tafla 11. Kostnaður sem féll til við löggæslu sl. 3 ár eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

2021 2022 2023 Heildartímafjöldi /kostnaður
Þorrablót 12 klst. 124 klst. 136 klst.
Réttardansleikir 95 klst. 175 klst. 270 klst.
Eldur í Húnaþingi 12 klst. 12 klst.
Tækifærisviðburðir 338,5 klst. 207 klst. 545,5 klst.
Samtals vinnustundir 24 klst. 433,5 klst. 506 klst. 963,5 klst.
Tímagjald að teknu tilliti til launatengdra gjalda 8.721 kr. 8.721 kr. 8.721 kr.
Samtals kostnaður 209.304 kr. 3.780.554 kr. 4.412.826 kr. 8.402.684 kr.

Tafla 12. Kostnaður sem féll til við löggæslu sl. 3 ár eftir viðburðum/skemmtunum hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

2021 2022 2023 Samtals
Menningarnótt 721 klst. 612 klst. 634 klst. 1967 klst.
Gleðigangan 60 klst. 92 klst. 267 klst. 409 klst.
17. júní 224 klst. 192 klst. 298 klst. 714 klst.
KSÍ (knattleikir) 522 klst. 240 klst. 864 klst. 1.626 klst.
1.527 klst. 1.136 klst. 2.063 klst. 4.716 klst.
M.v. taxta á útseldri vinnu (11.472 kr.) 17.517.744 kr. 13.032.192 kr. 23.666.736 kr. 54.101.952 kr.

1    Stærsti hluti löggæslukostnaðar vegna goslokahátíðar er innheimtur á grundvelli samkomulags.
2    Fjárhæð löggæslukostnaðar úr hendi samkomuhaldara þjóðhátíðar er samkvæmt samkomulagi og tekur mið af áætluðum kostnaði við aukna löggæslu á hátíðarsvæðinu sjálfu og í tengslum við hátíðina.
3    Í töflunni má finna sömu heildarupphæð og í töflu 1, deilt á viðburði/skemmtanir sem innheimt var fyrir. Innheimtur kostnaður er lágur í samanburði við heildarkostnað af löggæslu. Skemmtanir/viðburðir síðustu ára hafa farið vel fram, samstarf við ábyrgðarmenn gott og gæsla til fyrirmyndar. Verkefni lögreglu þeim tengd hafa því verið fá og ekki stór eða alvarleg. Af þeim sökum var meðal annars ákvörðun tekin um það í fyrra að innheimta ekki kostnað það árið. Slík ákvörðun er háð endurskoðun og mati í samræmi við ákvæði 34. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Ákvörðun um innheimtu á þessu ári liggur ekki fyrir.
4    Ákvörðun tekin um að innheimta ekki kostnað árið 2023. Slík ákvörðun er háð endurskoðun og mati í samræmi við ákvæði 34. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
5    Laun með launatengdum gjöldum.
6    Dagpeningar, hótel- og fæðiskostnaður.
7    Ferðir til Vestmannaeyja, bílaleigubifreiðar og ferja.
8    Í töflunni má sjá hver áætlaður kostnaður embættisins var árin 2021 til 2023 fyrir hvern viðburð/skemmtun hvers árs. Kostnaður er reiknaður út frá unnum klukkustundum, miðað við vaktatöflu og kostnaðaráætlun er gerð var í aðdraganda hvers viðburðar/skemmtunar. Kostnaður við hverja unna klukkustund miðast við útselda vinnu hvers árs.
9    Töflur þessa liðar sýna kostnað við sömu viðburði/skemmtanir og tilteknar eru að framan, en miðað er við launakostnað í stað útseldrar vinnu. Launakostnaður er miðaður við yfirvinnulaun lögreglumanns í launaflokki 148, að teknu tilliti til launatengdra gjalda. Þá er áætlaður kostnaður vegna aksturs lögreglubíla.
10    Annar kostnaður er ekki skráður hjá lögreglu í tengslum við nefndar skemmtanir/viðburði, en hvorki eru greiddir dagpeningar þessi ár né hefur kostnaður fallið til vegna uppsetningar tækjabúnaðar eða vinnuaðstöðu.
11    Ekki er kostnaður vegna allra viðburða tilgreindur þar sem umtalsverð vinna fer í að taka kostnaðinn saman aftur í tímann.