Ferill 1198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2151  —  1198. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um húsnæði fyrir hælisleitendur.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg hús, íbúðir eða aðrar íbúðareiningar eru nú nýttar til að hýsa hælisleitendur og hver er áætlaður árlegur kostnaður við það húsnæði?

    Vinnumálastofnun fer með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í dag er Vinnumálastofnun með 23 búsetuúrræði sem hafa gistipláss fyrir 1.549 einstaklinga. Þau eru staðsett í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Hvalfirði, Laugarvatni og á Akureyri. Öll úrræðin fyrir utan eitt geta hýst á bilinu 30–220 einstaklinga en Vinnumálastofnun leigir eitt hús sem skiptist í þrjár íbúðir á Akureyri og þar geta verið milli 12–20 einstaklingar.
    Vinnumálastofnun er einnig með þjónustusamning við fjögur sveitarfélög um að hýsa 440 umsækjendur. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Borgarbyggð. Vinnumálastofnun er kunnugt um að samsetning á húsnæði hjá þeim er mjög misjöfn og er bæði verið að leigja herbergi og íbúðir fyrir þessa umsækjendur.
    Kostnaður við framangreind húsnæðisúrræða fyrir árið 2023 var 4.946.790.446 kr.
    Áætlaður kostnaður fyrir árið 2024 er 4.679.856.536 kr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.